Nærri níutíu vilja á þing fyrir Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Næstum níutíu manns hafa gefið kost á sér í prófkjör Pírata á höfuðborgarsvæðinu sem fer fram í ágúst. Framboðsfrestur rennur út 1. ágúst og kosning stendur til 12. ágúst. „Þetta er fólk úr öllum stéttum samfélagsins. Um þriðjungur eru konur,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Í hópi þeirra sem hafi gefið kost á sér séu nemar, læknir og lögfræðingar. „Það er ennþá vika til stefnu þannig að ég gæti alveg trúað því að það ætti eftir að bætast í hópinn,“ segir Sigríður Bylgja. Píratar samþykktu að halda sameiginlegt prófkjör fyrir höfuðborgarkjördæmin, Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi. Viðhafður yrði svokallaður dreifilisti. Hann virkar þannig að sá sem nær fyrsta sætinu í prófkjörinu getur valið sér í hverju af kjördæmunum þremur hann býður sig fram. Sá sem er í öðru sæti velur á milli þeirra tveggja sem eftir standa og sá sem er í þriðja sæti endar svo í fyrsta sæti á lista þess kjördæmis sem eftir stendur. Fyrstu þrjú sætin í prófkjörinu gefa því öll fyrsta sætið hvert í sínu kjördæmi. Fjórða til sjötta sæti gefa svo annað sætið. Það kemur Sigríði Bylgju ekki á óvart hve margir hafa gefið kost á sér í prófkjörinu. Margir taki þátt í grasrótarstarfinu og flokkurinn hafi notið fylgis í skoðanakönnunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Næstum níutíu manns hafa gefið kost á sér í prófkjör Pírata á höfuðborgarsvæðinu sem fer fram í ágúst. Framboðsfrestur rennur út 1. ágúst og kosning stendur til 12. ágúst. „Þetta er fólk úr öllum stéttum samfélagsins. Um þriðjungur eru konur,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Í hópi þeirra sem hafi gefið kost á sér séu nemar, læknir og lögfræðingar. „Það er ennþá vika til stefnu þannig að ég gæti alveg trúað því að það ætti eftir að bætast í hópinn,“ segir Sigríður Bylgja. Píratar samþykktu að halda sameiginlegt prófkjör fyrir höfuðborgarkjördæmin, Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi. Viðhafður yrði svokallaður dreifilisti. Hann virkar þannig að sá sem nær fyrsta sætinu í prófkjörinu getur valið sér í hverju af kjördæmunum þremur hann býður sig fram. Sá sem er í öðru sæti velur á milli þeirra tveggja sem eftir standa og sá sem er í þriðja sæti endar svo í fyrsta sæti á lista þess kjördæmis sem eftir stendur. Fyrstu þrjú sætin í prófkjörinu gefa því öll fyrsta sætið hvert í sínu kjördæmi. Fjórða til sjötta sæti gefa svo annað sætið. Það kemur Sigríði Bylgju ekki á óvart hve margir hafa gefið kost á sér í prófkjörinu. Margir taki þátt í grasrótarstarfinu og flokkurinn hafi notið fylgis í skoðanakönnunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira