Handbolti

Strákarnir fengu frí og skelltu sér í kubb | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir mæta Spánverjum klukkan 18:00.
Strákarnir mæta Spánverjum klukkan 18:00. vísir/stefán
Strákarnir í U-20 ára landsliðinu í handbolta mæta Spánverjum í lokaleik B-riðils á EM í Danmörku klukkan 18:00 í kvöld.

Bæði lið eru með fjögur stig og komin áfram í milliriðil. Leikurinn í kvöld er því hreinn úrslitaleikur um efsta sætið í B-riðli.

Ísland og Spánn mættust tvisvar á HM U-19 ára landsliða í Rússlandi í fyrra og vann íslenska liðið báða leikina.

Íslensku strákarnir fengu verðskuldað frí í gær og nýttu daginn í afslöppun og hópefli að því er fram kemur á heimasíðu HSÍ.

Þeir grilluðu með starfsliði og fjölskyldum sínum og skelltu sér svo í kubb og blak. Í kubbnum kepptu rétthentir á móti örvhentum og höfðu rétthentir betur, 2-1.

Myndbönd af tilþrifum strákanna í kubbnum má sjá hér að neðan.

Frídagur Grill og kubb Örvhentir vs. rétthendir #hsi #handbolti #emu20dk

A video posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Sigur hjá rétthendum 2-1 #hsi #handbolti #emu20dk

A video posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on


Tengdar fréttir

Stórir, þungir og líklegir til afreka í Danmörku

Karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri hefur leik á EM í Danmörku í dag. Sama lið vann stórmót í fyrra og hafnaði í þriðja sæti á HM í Rússlandi. Öðruvísi leikmenn en hafa sést áður.

Strákarnir byrja á sigri

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann eins marks sigur, 32-31, á Rússum í fyrsta leik sínum í B-riðli á EM í Danmörku í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×