Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 14:42 Rúnar Gíslason mynd/sunna gautadóttir phtography „Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira