Bandaríkjamenn, gangið í bæinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vestrænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýðræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðarbandalagi alræðisríkja, Varsjárbandalaginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raunverulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjölfar Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Bandaríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið sniðgengið í sambandi við þennan samning. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnarmála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbindingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loftrýmisgæsluverkefna Atlantshafsbandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlurSíðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ) Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálfstæðismenn (hinn stjórnarflokkinn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvarlegt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningnum frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýðræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismálanefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar