Ferðaþjónustan: Meira þarf til Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Ólöf Ýrr Atladóttir ferðmálastjóri varar við að álag á samfélagið komi niður á gestrisni vorri (Fbl. 26.07.). Hún bendir á að megingagnrýni á þróun ferðaþjónustunnar varði sein viðbrögð opinberra aðila og einkageirans við álaginu. Í framhaldi af þessum orðum er vert að minnast á hugtakið þolmörk. Byggðir, bæir, borgin og ólíkir geirar samfélagsins hafa illskilgreinanleg þolmörk frammi fyrir þjónustuhlutverki; ekki bara ein heldur mörg. Fólk hefur persónuleg þolmörk, annað atvinnulíf en ferðaþjónusta hefur þolmörk og innviðir hafa þolmörk o.s.frv. Þar í blandast ólíkar skoðanir á hvað er réttara en annað þegar ferðaþjónustulestin æðir áfram, sífellt hraðar (í bili). Það er flókið verk að búa þannig um að þessi þolmörk séu sæmilega ljós og í samræmi við lýðræði. Til þess þarf frumkvæði einkaaðila, samtaka og umfram annað: Stjórnvalda á stigi sveitarstjórna og ríkisvalds. En svo eru það hin þolmörkin: Þolmörk umhverfis, bæði þess manngerða og náttúrunnar. Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Um þau hefur verið rætt oft og lengi en þau nær ekkert tengd inn í raunveruleikann, þ.e. blússandi fjölgun dýrmætra ferðamanna sem verða sennilega nær áttfaldur fjöldi fullorðinna landsmanna við árslok 2016. Vegvísir í ferðaþjónustu (október 2015) sem Samtök ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu að er einungis grunnur að stefnu, langur verkefnalisti. Stefnan sjálf verður til þegar unnið er úr þessum vegvísi, hann bundinn áætlunum, hengdur verðmiði á mikilvæg atriði og ákveðið hvernig peninganna er aflað. Lítið hefur enn sést til þess alls og er þá ekki gert lítið úr auknum fjárveitingum eða nýjungum. Heildina vantar. Inn í alla þá vinnu verður að flétta þolmörkum (eins erfitt og það kann að reynast). Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ferðaþjónusta lýtur ekki ósvipuðum takmörkum og aðrar náttúru- og samfélagsnytjar. Kannski getum við tekið á móti 10.000 manns á dag við Seljalandsfoss (ekki 50.000), 1.000.000 manns á ári í núverandi þjóðgarði á Þingvöllum (ekki 2.000.000) og 3.500.000 ferðamönnum á ári til landsins (ekki 6.000.000) – ef við viljum halda uppi fjölbreyttu mannlífi, fjölbreyttri atvinnu og áhugaverðu náttúruumhverfi. Eða hvað? Tölurnar eru aðeins hlutgervingar af minni hálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðmálastjóri varar við að álag á samfélagið komi niður á gestrisni vorri (Fbl. 26.07.). Hún bendir á að megingagnrýni á þróun ferðaþjónustunnar varði sein viðbrögð opinberra aðila og einkageirans við álaginu. Í framhaldi af þessum orðum er vert að minnast á hugtakið þolmörk. Byggðir, bæir, borgin og ólíkir geirar samfélagsins hafa illskilgreinanleg þolmörk frammi fyrir þjónustuhlutverki; ekki bara ein heldur mörg. Fólk hefur persónuleg þolmörk, annað atvinnulíf en ferðaþjónusta hefur þolmörk og innviðir hafa þolmörk o.s.frv. Þar í blandast ólíkar skoðanir á hvað er réttara en annað þegar ferðaþjónustulestin æðir áfram, sífellt hraðar (í bili). Það er flókið verk að búa þannig um að þessi þolmörk séu sæmilega ljós og í samræmi við lýðræði. Til þess þarf frumkvæði einkaaðila, samtaka og umfram annað: Stjórnvalda á stigi sveitarstjórna og ríkisvalds. En svo eru það hin þolmörkin: Þolmörk umhverfis, bæði þess manngerða og náttúrunnar. Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Um þau hefur verið rætt oft og lengi en þau nær ekkert tengd inn í raunveruleikann, þ.e. blússandi fjölgun dýrmætra ferðamanna sem verða sennilega nær áttfaldur fjöldi fullorðinna landsmanna við árslok 2016. Vegvísir í ferðaþjónustu (október 2015) sem Samtök ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu að er einungis grunnur að stefnu, langur verkefnalisti. Stefnan sjálf verður til þegar unnið er úr þessum vegvísi, hann bundinn áætlunum, hengdur verðmiði á mikilvæg atriði og ákveðið hvernig peninganna er aflað. Lítið hefur enn sést til þess alls og er þá ekki gert lítið úr auknum fjárveitingum eða nýjungum. Heildina vantar. Inn í alla þá vinnu verður að flétta þolmörkum (eins erfitt og það kann að reynast). Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ferðaþjónusta lýtur ekki ósvipuðum takmörkum og aðrar náttúru- og samfélagsnytjar. Kannski getum við tekið á móti 10.000 manns á dag við Seljalandsfoss (ekki 50.000), 1.000.000 manns á ári í núverandi þjóðgarði á Þingvöllum (ekki 2.000.000) og 3.500.000 ferðamönnum á ári til landsins (ekki 6.000.000) – ef við viljum halda uppi fjölbreyttu mannlífi, fjölbreyttri atvinnu og áhugaverðu náttúruumhverfi. Eða hvað? Tölurnar eru aðeins hlutgervingar af minni hálfu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun