Samþjöppun aflaheimilda, kvótauppboð í Færeyjum og félagsleg áhrif kvótakerfisins Þórólfur Matthíasson skrifar 3. ágúst 2016 07:00 Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá 1990 til 2015 jókst hlutur 10 stærstu íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna í heildarkvótanum úr 22% í 50,5%. Þessi þróun skýrist að hluta af tækniþróun þar sem afkastageta hverrar einingar eykst. Kvótakerfið ýtir einnig undir samþjöppun aflaheimilda. Nýleg kaup HB Granda á kvóta Þorlákshafnarfyrirtækisins Hafnarness Vers er dæmi um áhrif kvótakerfisins þar sem fjármálastofnun knýr fyrirtæki sem hefur skuldsett sig um of í fjárhagslega endurskipulagningu. Ástæðu skuldsetningar og lakrar eiginfjárstöðu má m.a. rekja til kaupa aflaheimilda (2006) og til veglegra arðgreiðslna árið 2007 (sjá Rannsóknarskýrslu Alþingis 9. ?bindi, bls. 67). Eðlilega spyrja íbúar Þorlákshafnar sig að því í hverju yfirburðir Vestmannaeyja eða Vopnafjarðar felist þegar kemur að vali á útgerðarstað. Líklega treystir fjármálastofnunin HB Granda betur til að halda lánum í skilum en eigendum Þorlákshafnarfyrirtækisins. Nálægð Þorlákshafnar við fiskimið og afburðastaðsetning gagnvart flutningakerfum til og frá landinu dugar ekki til að vega upp á móti lélegri eiginfjárstöðu.Hagræðingin Þrátt fyrir hnökra þá hefur kvótakerfið stuðlað að hagræðingu í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kerfið ýtir undir nýtni og sparsemi þegar kemur að útgerðarkostnaði og úrvinnslu sjávaraflans. Hagræðingin eykur framlegð á hvert kíló landaðs afla og endurspeglast í verði kvótans og í hagnaði kvótasterkra útgerðarfyrirtækja. Hagræðingin á sér ýmsar hliðar: Við sölu aflaheimilda geta eigendur greitt skuldir og jafnvel komið sér upp myndarlegum eftirlaunasjóði. En öðrum hlutaðeigandi, áhafnarmeðlimum og fiskverkafólki, er í besta falli boðinn flutningsstyrkur og aðstoð við að finna leiguhúsnæði á nýjum stað. Engir eftirlaunasjóðir eða skuldauppgjör fyrir það fólk! Það er kannski tilviljun að frá 1990 hefur raunfermetraverð íbúðarhúsnæðis í Vestmannaeyjum hækkað um 50% meira en fermetraverð húsnæðis í Þorlákshöfn, kannski er það afleiðing duttlunga kvótakerfisins eins og það er útfært af íslenskum stjórnvöldum. Við vitum það ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki ráðist í bráðnauðsynlega félagslega úttekt á afleiðingum kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa beitt byggðakvóta, strandveiðum og sértækum aðgerðum Byggðastofnunar til að lina högg sem kvótakerfið veldur. En vegna þess að stjórnvöld vita lítið um félagslegar afleiðingar kvótakerfisins eru allar opinberar aðgerðir til að lina hinar neikvæðu afleiðingar kerfisins í skötulíki, ómarkvissar og máttlitlar. Sala á aflaheimildum Hafnarness Vers sýnir að hagræðingaráhrif íslenska kvótakerfisins eru ekki algild.Óheppilegar afleiðingar Það er allrar athygli vert að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nýverið opnað augu sín gagnvart óheppilegum afleiðingum samþjöppunar í sjávarútvegi. Daginn eftir að HB Grandi keypti kvóta Hafnarness Vers birtu tveir talsmenn samtakanna grein í Fréttablaðinu þar sem möguleg samþjöppun fiskveiðiheimilda Færeyinga í rússneskum hluta Barentshafs er hörmuð. Látum liggja milli hluta að áhyggjur talsmannanna eru ástæðulausar. Um var að ræða heimildir til að veiða minna en bátsfylli af botnfiski og því ekki möguleiki á að dreifa þeim heimildum á fleiri en einn stað. En væntanlega eru þessi skrif talsmannanna merki þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilji axla ábyrgð og styrkja frekari rannsóknir á félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á Íslandi og taka þátt í að fjármagna aðgerðir til að takast af festu og alvöru á við neikvæðar afleiðingar kerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar