Stjórnarstefna skiptir máli Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar