Eygló svarar fyrir sig með því að vísa í orð Rannveigar Rist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2016 12:16 Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn. Vísir/Ernir „Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum.“ Svo mörg voru orð Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í viðtali við Morgunblaðið árið 2007. Eygló Harðardóttir, félags- og húsmálaráðherra, gerir orð Rannveigar að sínum í kjölfar gagnrýni sem hún hefur sætt eftir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að allir ráðherrar hefðu líkast til viljað fá meira fé til sinna mála og gagnrýndi útspil Eyglóar: „ „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á RÚV í morgun að uppákoman væri slík að hann fengi hálfgerðan kjánahroll vegna málsins. Þá sagði þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir í gær að eðlilegt væri að Eygló segði af sér. Hegðunin væri ekki boðleg. Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn.Viðtalið við Eygló má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum.“ Svo mörg voru orð Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, í viðtali við Morgunblaðið árið 2007. Eygló Harðardóttir, félags- og húsmálaráðherra, gerir orð Rannveigar að sínum í kjölfar gagnrýni sem hún hefur sætt eftir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu í gær um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að allir ráðherrar hefðu líkast til viljað fá meira fé til sinna mála og gagnrýndi útspil Eyglóar: „ „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á RÚV í morgun að uppákoman væri slík að hann fengi hálfgerðan kjánahroll vegna málsins. Þá sagði þingflokksformaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir í gær að eðlilegt væri að Eygló segði af sér. Hegðunin væri ekki boðleg. Eygló sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hennar skoðun hefði legið fyrir lengi, hennar baráttumál væru öllum ljós og ákvörðunin myndi ekki hafa áhrif á hennar stöðu í ríkisstjórn.Viðtalið við Eygló má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira