Geir: Félögin ráða í hvað EM-peningarnir fara | Ekkert eftirlit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2016 19:48 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er KSÍ búið að úthluta 453 milljónum króna til aðildarfélaga sambandsins. Þetta er hluti af peningunum sem KSÍ fékk vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ fyrr á þessu ári var tilkynnt að aðildarfélögin fengju 300 milljónir en sú upphæð var hækkuð og er um fjórðungur upphæðarinnar sem KSÍ fékk frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokka karla og kvenna í deildarkeppni síðastliðin þrjú ár, eða á því tímabili sem EM og undankeppni EM náði yfir. „Stærstu félögin fá mest. Það er reynt að mæla umfang og stærð félaganna. Fyrst og fremst byggir þetta á árangri félaganna í deildakeppninni þessi þrjú ár,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í tilkynningunni frá KSÍ í dag kom fram að EM-peningunum skyldi einungis varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. En mun KSÍ hafa eftirlit með því hvernig félögin ráðstafa peningunum? „Á engan hátt. Þetta er á ábyrgð aðildarfélaga sambandsins,“ sagði Geir.Í viðtali við íþróttadeild 365 eftir EM sagði Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, að æskilegast væri ef EM-peningurinn færi í að styrkja unglingastarf félaganna. Geir segir að það sé alfarið á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ hvernig þau ráðstafi peningunum. „Félögin sjá um sinn rekstur og við sjáum um rekstur sambandsins. Ég treysti því að þessir fjármunir nýtist íslenskri knattspyrnuhreyfingu vel,“ sagði Geir.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira