Frjálslynda stjórnmálaaflið sem við óskuðum eftir Geir Finnsson skrifar 15. ágúst 2016 10:50 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun