Íslenski boltinn

Sjáðu leikskrárnar fyrir bikarúrslitaleikina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikið er um nýjan bikar í ár.
Leikið er um nýjan bikar í ár. mynd/ksí
Það verður mikið um dýrðir á Laugardalsvelli í dag og á morgun þegar leikið verður til úrslita í Borgunarbikar karla og kvenna.

Í kvöld mætast Breiðablik og ÍBV í bikarúrslitaleik kvenna.

Blikar stefna að því að vinna sinn tíunda bikarmeistaratitil en liðið vann titilinn síðast fyrir þremur árum. ÍBV hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari, árið 2004.

Hjá körlunum mætast Valur og ÍBV. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu KR 2-0 í bikarúrslitaleiknum í fyrra.

Valur hefur tíu sinnum orðið bikarmeistari en ÍBV fjórum sinnum.

KSÍ hefur gefið út sérstakar leikskrár fyrir bikarúrslitaleikina tvo en þær má nálgast hér að neðan.

Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Kvennaleikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld og karlaleikurinn klukkan 16:00 á morgun.


Tengdar fréttir

Gjörólíkur leikstíll liðanna

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa spilað vel að undanförnu og von er á hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×