Sprenging í innflutningi á landbúnaðarvörum Björgvin Jón Bjarnason og Ingimundur Bergmann skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun