Sprenging í innflutningi á landbúnaðarvörum Björgvin Jón Bjarnason og Ingimundur Bergmann skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun