Sprenging í innflutningi á landbúnaðarvörum Björgvin Jón Bjarnason og Ingimundur Bergmann skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um landbúnaðarmál er stundum látið eins og litlar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Þetta er fjarri sanni þegar litið er til svína- og alifuglaræktar. Frá hruni hafa orðið einhverjar mestu breytingar sem við höfum séð á íslenskum landbúnaði. Þær greinar sem við erum fulltrúar fyrir, alifugla- og svínarækt, njóta nær engra opinberra styrkja en búa við tollvernd þannig að innlenda framleiðslan geti þrifist. Þessar búgreinar njóta í flestum löndum beins eða óbeins stuðnings. Af þeim sökum er tollverndin okkur lífsnauðsynleg enda geta bú okkar ekki keppt við þau risabú sem þekkjast í þessum geirum víða erlendis. En nú er svo komið að tollverndin er orðin svo veik að algjör sprenging hefur orðið í innflutningi á svína- og kjúklingakjöti á síðustu árum.Hröð þróun Í kjúklingarækt er staðan þannig að um 20% af markaðnum eru innflutt, en árið 2010 var þetta hlutfall um 8%. Ástæða þessa er einföld, nefnilega að tollverndin hefur rýrnað svo mikið að verulegur hagur er af því að flytja inn verðmætari hluta kjúklingsins svo sem eins og bringur. Þetta hefur verulegar afleiðingar fyrir framleiðendur enda bringur ein verðmætasta vara kjúklingabúa. Í svínakjötinu nálgast innflutningur um 20% af heildarneyslu Íslendinga en vægi innflutts svínakjöts í heildarneyslu var um langt árabil um 3%-10%. Ástæðan er vaxandi eftirspurn eftir tilteknum afurðum, einkum svínasíðum. Innflytjendur hafa ekki séð sér hag í að nota þá tollkvóta sem þegar eru í boði til að fylla upp í það gat á markaðnum, en hafa frekar nýtt heimild í lögum til að fara fram á opinn tollkvóta þegar vöruna hefur skort á markaði. Tollkvótarnir eru hins vegar nýttir til að flytja inn verðmætari afurðir, s.s. lundir. Afleiðingin er sú að hlutdeild innlendra framleiðenda í markaðnum minnkar og verð til framleiðenda hefur fallið. Á sama tíma hefur verð til neytenda út úr búð farið hækkandi.Engar upplýsingar til neytenda Á Íslandi gilda strangar reglur um framleiðslu á alifugla- og svínakjöti sem eykur framleiðslukostnað innlendu varanna. Þannig hefur um langt árabil verið gengið hart fram í að kveða niður kamfýlóbakter og salmónellu í kjúklingi en þær kröfur eru ekki gerðar til innfluttu afurðanna. Eins hafa orðið miklar breytingar í svínarækt sem auka kostnað framleiðenda en eru til þess fallnar að skapa bættar aðstæður fyrir dýrin. Þær aðgerðir eru verulega styrktar í nágrannalöndum okkar. Þó að neytendur geti kynnt sér þá starfshætti sem innlendur landbúnaður þarf að fylgja er engin leið fyrir þá að fá þessar sömu upplýsingar um innfluttu afurðirnar. Eitt þeirra vandamála sem íslenskir neytendur standa frammi fyrir er að erfitt er að hafa fulla vissu um uppruna þeirra, enda engin trygging fyrir því að landbúnaðarafurðir sem eru merktar danskar séu það að öllu leyti. Verulegt svigrúm er til að blanda slíkar afurðir með afurðum frá öðrum löndum. Þannig eru t.d. um 40% af öllum kjúklingum sem framleiddir eru í Taílandi flutt til ESB-ríkja og hluta þess er blandað við afurðir heimalandanna, án þess að uppruna sé getið. Krafa okkar er ekki að dregið verði úr þeim kröfum sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar, heldur einungis að stjórnvöld standi að baki honum með því að koma í veg fyrir frekari innflutning á vörum sem ekki uppfylla sömu kröfur og íslenskir bændur þurfa að gera. Þá viljum við gjarnan búa við svipaða stöðu og erlendir starfsbræður okkar þegar kemur að þátttöku hins opinbera í stuðningi við greinarnar og að sköpun almennra rekstrarskilyrða. Við viljum leggja okkur fram um að mæta kröfum og væntingum íslenskra neytenda.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun