Uppboð á kvóta – spennandi tækifæri skjóðan skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun. Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun.
Skjóðan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira