Ollu eftirstríðsárabörnin því að stýrivextir féllu? lars christensen skrifar 10. ágúst 2016 09:15 Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stýrivextir á Vesturlöndum – að undanskildu Íslandi – hafa komist í sögulegar lægðir, nálægt núllinu, eftir að kreppan skall á 2008. Það hefur valdið því að margir álitsgjafar hafa haldið því fram að peningamálastefnan sé mjög lausbeisluð. Hins vegar ættum við, þegar við hugsum um stýrivexti, að bera saman raunverulega stýrivexti og það sem sænski hagfræðingurinn Knut Wicksell kallaði „eðlilega stýrivexti“, sem eru stýrivextirnir sem eru nauðsynlegir til að halda hagkerfinu í jafnvægi – stöðugri verðbólgu og stöðugri atvinnu o.s.frv. Það er engin ástæða til að halda að eðlilegir stýrivextir séu stöðugir til lengri tíma. Ef hugsanlegur hagvöxtur til lengri tíma er hærri ættum við að búast við hærri eðlilegum stýrivöxtum. Lykilatriði þegar maður ákvarðar hagvöxt til langs tíma er lýðfræðileg þróun. Hraðari fólksfjölgun mun á endanum valda aukningu á vinnuafli, sem aftur veldur hugsanlegum hagvexti. Þetta hækkar „eðlilega stýrivexti“.Neikvæð lýðfræðileg þróun lækkar „eðlilega stýrivexti“Í stærsta hagkerfi heimsins, Bandaríkjunum, varð mikil fjölgun barneigna í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Þessi „eftirstríðsárabörn“ fóru að koma inn á bandaríska vinnumarkaðinn á miðjum 7. áratugnum. Núna, hins vegar, eru eftirstríðsárabörnin að fara af bandaríska vinnumarkaðnum. Það er athyglisvert að meðaleftirlaunaaldur í Bandaríkjunum er um það bil 63 ár. Þar af leiðir að meðaljóninn í Bandaríkjunum sem fæddist í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 hefur farið á eftirlaun 63 árum síðar, eða 2008 – einmitt þegar kreppan skall á. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandaríska vinnumarkaðnum er ljóst að brotthvarf eftirstríðsárabarnanna síðasta áratuginn hefur greinilega valdið fækkun vinnandi fólks sem hlutfalls af íbúafjöldanum. Þessi tilhneiging byrjaði um það bil árið 2000 og hefur vaxið síðan. Það hefði mátt ætla að það hefði lækkað „eðlilega stýrivexti“ í Bandaríkjunum og þetta er reyndar líka það sem við sjáum þegar við athugum formlega tölfræðilegt samband á milli stýrivaxta í Bandaríkjunum og lýðfræðinnar. Þannig getum við metið tölfræðilegt samband á milli efnahagsstarfsemi, verðbólgu og mannfjöldaþróunar. Þetta hef ég gert fyrir Bandaríkin. Niðurstaðan er sláandi. Hún sýnir að síðan í upphafi aldarinnar hefur lýðfræðin greinilega lækkað eðlilega stýrivexti í Bandaríkjunum. Raunar má skýra allt að helming lækkunar stýrivaxta – það er 2-3 prósentustig – síðasta áratuginn með mannfjöldaþróuninni. Með öðrum orðum: Þótt engin kreppa hefði skollið á og verðbólga hefði haldist eins og hún var árin 2006-7 þá væru stýrivextir í dag mun lægri bara vegna mannfjöldaþróunar í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að skilja þetta þegar sagt er að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpsöm. Hún er það raunverulega ekki og verulegur hluti lækkunar stýrivaxtanna er kerfislægur frekar en vegna einhverra aðgerða seðlabankans hvað peningastefnu varðar. Þar af leiðandi ættum við ekki að vænta þess að stýrivextir í Bandaríkjunum færist aftur í „gamla normið“ sem var 4-5%, heldur að „nýja normið“ verði sennilega í kringum 2-3% stýrivextir í Bandaríkjunum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun