Rangfærslur Helgi Sigurðsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar við greininni. Ekki er hægt að halda því fram að Kauphöllin hafi ekki gefið sér nægan tíma til að svara. Í ljósi þessa koma rangfærslur og útúrsnúningar í greininni á óvart. Hér verður látið nægja að staldra við tvö atriði, en miklu fleiri þarfnast leiðréttingar.Aðkoma bankanna Í greininni er fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Í umræddri grein minni var sérstaklega vísað til heimilda í gögnum dómsmálsins og vitnaskýrslum. Við skýrslugjöf fyrir dómi sagði Stefán Halldórsson fyrsti forstjóri Kauphallarinnar að velta á hlutabréfamarkaði hafi verið mjög lítil fyrstu árin. Kauphöllin hafi lagt áherslu á að fá fjármálafyrirtækin til að koma að þessum kaupum bæði sem viðskiptavakar eða með því að lýsa því yfir að þeir myndu vera virkir í viðskiptum með hluti í stærstu félögunum á markaði. Þegar Stefán var spurður hvort unnt hefði verið að þróa verðbréfamarkað á Íslandi ef bankar og verðbréfafyrirtæki hefðu ekki verið þátttakendur svarar hann orðrétt: „Það hefði gengið miklu hægar, […] það þurfti að efla trú fjárfesta á honum, það þurfti að skapa þá trú að menn gætu átt viðskipti þegar þeir vildu. En ekki þyrfti að bíða eftir því jafnvel lengi að tilboð kæmi fram um kaup og sölu eftir því sem á þyrfti að halda þannig að þetta var eitt af þeim atriðum sem að var semsagt lögð mikil áhersla á að stuðla að.“ Hér hefði farið betur á því að stjórnendur Kauphallarinnar hefðu kynnt sér frekar þau gögn málsins sem vísað er til í greininni (sem eru miklu fleiri en hér eru rakin), í stað þess að halda því ranglega fram að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei talið aðkomu bankanna mikilvæga fyrir íslenskan hlutabréfamarkað.Uppgötvun Kauphallar Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að eftir breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti á árinu 2005 verði ákvæði XII. kafla laga nr. 108/2007 um verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði „skýrð á þann hátt með gagnályktun að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, sé óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga.“ Megingagnrýni mín í umræddri grein laut að því að Kauphöllin sjálf benti aldrei á, eftir að umrædd löggjöf var sett og þar til bankarnir féllu, að þessi viðskipti væru ólögleg samkvæmt gagnályktun. Þvert á móti vísar Kauphöllin þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk í viðurkennda markaðsframkvæmd og að viðskiptin hafi ekki verið óeðlileg. Þannig segir m.a. orðrétt í svarbréfi Kauphallarinnar til FME sem er merkt Baldri Thorlacius, öðrum greinarhöfundi: „Þekkt var að bankarnir voru hver um sig með hæsta hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf.“ Í umfjöllun í sama bréfi um viðskipti bankanna með eigin bréf á árinu 2007 og 2008 segir m.a. að ekki sé „óeðlilegt að eigin viðskipti fjármálafyrirtækis nýti sér þær heimildir sem þau hafa til að fjárfesta í eigin bréfum. Á þessum tímapunkti þegar augljós ummerki um kauptækifæri virtust vera til staðar. Ekki virtist hafa verið gerð tilraun til að kaupa óeðlilegt magn á skömmum tíma, verðið var hvorki keyrt upp né því haldið óbreyttu, sbr. að verðið lækkaði um tugi prósenta, heldur virtist sem staðan hafi smám saman verið aukin á meðan svartsýnir, óþolinmóðir og fjárvana fjárfestar seldu bréfin.“ Kauphöllinni var fullljóst að viðskipti bankanna með eigin bréf eftir 2005 fóru ekki fram á grundvelli endurkaupaáætlunar. Ástæða þess að Kauphöllin sem eftirlitsaðili greip ekki inn í er sú að það hvarflaði ekki að henni, frekar en starfsmönnum bankanna eða öðrum markaðsaðilum, að viðskipti bankanna með eigin bréf teldust ólögmæt á grundvelli gagnályktunar frá ákvæðum um endurkaup. Gagnrýni Kauphallar á umrædd viðskipti er því hrein eftiráspeki en ekki byggð á þeirri sýn sem hún hafði á viðskiptin á árunum 2005-2008. Þess vegna er meiri ástæða fyrir Kauphöllina að líta í eigin barm en umbjóðanda minn sem byggði háttsemi sína á þeim grunni sem Kauphöllin sjálf, sem lögbundinn eftirlitsaðili lagði til grundvallar. Svargrein forsvarsmanna Kauphallarinnar nú breytir engu um það.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun