UFC 202: Rick Story mætir Donald Cerrone í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 21:30 Ekki mikill rígur á milli Story og Cerrone. Vísir/Getty Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um berst Conor McGregor við Nate Diaz í kvöld. Það má þó ekki gleyma því að fyrr um kvöldið eru margir frábærir bardagar sem fólk má ekki missa af. Bardagi Conor McGregor og Nate Diaz er auðvitað aðalbardaginn á UFC 202. Gríðarleg tilhlökkun ríkir meðal bardagaáhugamanna fyrir kvöldinu enda stefnir allt í taumlausa skemmtun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Anthony Johnson og Glover Teixeira. Sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í léttþungavigtinni. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn sem gætu valdið núverandi meistara, Daniel Cormier, vandræðum. Anthony Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 15 bardaga eftir rothögg en 11 af þeim sigrum hafa komið í fyrstu lotu. Sigurlíkur Glover Teixeira stóraukast því ef honum tekst að lifa af fyrstu lotuna. Anthony Johnson fékk tækifæri á titlinum í maí en mátti sætta sig við tap gegn Cormier. Hann var nálægt því að klára Cormier í fyrstu lotu en þreyttist fljótt og var í miklum vandræðum í næstu lotum þar til Cormier kláraði hann með uppgjafartaki. Glover Teixeira er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er ansi lunkinn í gólfinu. Hann er þó bara með sjö sigra eftir uppgjafartök en er að sama skapi með 15 sigra eftir rothögg rétt eins og Johnson. Þó Teixeira líti út eins og vondi kallinn í James Bond er hann ljúfur sem lamb utan búrsins og finnst fátt skemmtilegra en grænmetisræktun sín. Þessi viðureign ætti því að verða virkilega spennandi milli tveggja frábærra bardagamanna. Þriðji síðasti bardagi kvöldsins er einnig afar áhugaverður. Þar mætast gamli Íslandsóvinurinn Rick Story og kúrekinn Donald Cerrone. Story hefur barist aðeins einn bardaga síðan hann sigraði Gunnar Nelson í október 2014. Eftir sigur á Tarec Saffiedine í maí virðist hann vera kominn á fullt skrið eftir erfið meiðsli undanfarin ár. Donald Cerrone er einn allra skemmtilegasti karakterinn í MMA heiminum. Hann vill berjast sem oftast og hefur gaman af því að fara í kappakstur, klettaklifur og sjóbretti svo fátt eitt sé nefnt aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Nokkuð sem UFC er alls ekki ánægt með. Hann er líka hrikalega skemmtilegur bardagamaður en af 30 sigrum hans hafa 16 komið eftir uppgjafartök og sex eftir rothögg. Það er því engin tilviljun að hann er einn vinsælasti bardagamaðurinn í UFC. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegur bardaga í veltivigtinni en Gunnar Nelson telur að sinn gamli andstæðingur, Rick Story, fari með sigur af hólmi. UFC 202 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsendingin kl. 2. Fimm bardagar verða á dagskrá í kvöld og er þetta kvöld sem enginn alvöru bardagaaðdáandi má missa af. MMA Tengdar fréttir Diaz kominn inn í hausinn á Conor Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan. 19. ágúst 2016 11:30 Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. 18. ágúst 2016 11:00 Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við. 18. ágúst 2016 13:30 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz. 10. ágúst 2016 23:15 Conor og Diaz munu fá háar sektir Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum. 19. ágúst 2016 13:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Eins og flestum bardagaáhugamönnum er kunnugt um berst Conor McGregor við Nate Diaz í kvöld. Það má þó ekki gleyma því að fyrr um kvöldið eru margir frábærir bardagar sem fólk má ekki missa af. Bardagi Conor McGregor og Nate Diaz er auðvitað aðalbardaginn á UFC 202. Gríðarleg tilhlökkun ríkir meðal bardagaáhugamanna fyrir kvöldinu enda stefnir allt í taumlausa skemmtun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Anthony Johnson og Glover Teixeira. Sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í léttþungavigtinni. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn sem gætu valdið núverandi meistara, Daniel Cormier, vandræðum. Anthony Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 15 bardaga eftir rothögg en 11 af þeim sigrum hafa komið í fyrstu lotu. Sigurlíkur Glover Teixeira stóraukast því ef honum tekst að lifa af fyrstu lotuna. Anthony Johnson fékk tækifæri á titlinum í maí en mátti sætta sig við tap gegn Cormier. Hann var nálægt því að klára Cormier í fyrstu lotu en þreyttist fljótt og var í miklum vandræðum í næstu lotum þar til Cormier kláraði hann með uppgjafartaki. Glover Teixeira er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er ansi lunkinn í gólfinu. Hann er þó bara með sjö sigra eftir uppgjafartök en er að sama skapi með 15 sigra eftir rothögg rétt eins og Johnson. Þó Teixeira líti út eins og vondi kallinn í James Bond er hann ljúfur sem lamb utan búrsins og finnst fátt skemmtilegra en grænmetisræktun sín. Þessi viðureign ætti því að verða virkilega spennandi milli tveggja frábærra bardagamanna. Þriðji síðasti bardagi kvöldsins er einnig afar áhugaverður. Þar mætast gamli Íslandsóvinurinn Rick Story og kúrekinn Donald Cerrone. Story hefur barist aðeins einn bardaga síðan hann sigraði Gunnar Nelson í október 2014. Eftir sigur á Tarec Saffiedine í maí virðist hann vera kominn á fullt skrið eftir erfið meiðsli undanfarin ár. Donald Cerrone er einn allra skemmtilegasti karakterinn í MMA heiminum. Hann vill berjast sem oftast og hefur gaman af því að fara í kappakstur, klettaklifur og sjóbretti svo fátt eitt sé nefnt aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Nokkuð sem UFC er alls ekki ánægt með. Hann er líka hrikalega skemmtilegur bardagamaður en af 30 sigrum hans hafa 16 komið eftir uppgjafartök og sex eftir rothögg. Það er því engin tilviljun að hann er einn vinsælasti bardagamaðurinn í UFC. Þetta ætti að verða mjög skemmtilegur bardaga í veltivigtinni en Gunnar Nelson telur að sinn gamli andstæðingur, Rick Story, fari með sigur af hólmi. UFC 202 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsendingin kl. 2. Fimm bardagar verða á dagskrá í kvöld og er þetta kvöld sem enginn alvöru bardagaaðdáandi má missa af.
MMA Tengdar fréttir Diaz kominn inn í hausinn á Conor Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan. 19. ágúst 2016 11:30 Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00 Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. 18. ágúst 2016 11:00 Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við. 18. ágúst 2016 13:30 Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30 Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30 Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz. 10. ágúst 2016 23:15 Conor og Diaz munu fá háar sektir Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum. 19. ágúst 2016 13:30 Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Diaz kominn inn í hausinn á Conor Herbragð Nate Diaz á blaðamannafundinum virðist hafa svínvirkað. Hann er búinn að gera Conor brjálaðan. 19. ágúst 2016 11:30
Conor getur ekki hætt að æfa Í nýjasta þættinum af Embedded er fylgst með Conor McGregor á heimili sínu í Las Vegas þar sem aldrei er róleg stund. 17. ágúst 2016 12:00
Conor hæðist að Diaz: „Ég óttaðist um líf mitt“ Það varð gjörsamlega allt vitlaust á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í gær er Conor McGregor og Nate Diaz grýttu flöskum í hvorn annan. 18. ágúst 2016 11:00
Uppáhaldsofurhetja Nate Diaz er Nate Diaz Nate Diaz er með sjálfstraustið í botni eins og sjá má í nýjaasta þættinum af Embedded þar sem víða er komið við. 18. ágúst 2016 13:30
Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með. 16. ágúst 2016 22:30
Flöskum kastað á blaðamannafundi Conor og Diaz Dana White sleit fundinum skömmu eftir komu Conor. 17. ágúst 2016 19:30
Kavanagh: Orðspor mitt er undir í þessum bardaga John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor og Gunnars Nelson, segir að það sé mikið undir fyrir sig er Conor keppir gegn Nate Diaz. 10. ágúst 2016 23:15
Conor og Diaz munu fá háar sektir Bardagakapparnir Conor McGregor og Nate Diaz munu fá grimma refsingu fyrir hegðun sína á blaðamannafundinum á miðvikudag. Hegðun þeirra er litin mjög alvarlegum augum. 19. ágúst 2016 13:30
Geggjaður upphitunarþáttur fyrir bardaga Conor og Diaz Ef þú vilt verða ofpeppaður fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz þá verður þú að sjá þennan þátt. 16. ágúst 2016 12:30