Ártalið bjargar þér ekki Pawel Bartoszek skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki taka þátt?“ „Þú varst bara sein að skrá þig!“ „Sein að skrá mig, var frestur?“ „Já, og svo ertu líka, þú veist?… kona.“ „Ertu að grínast? Ertu að segja mér að árið 1896 megi kona ekki keppa í hlaupi á Ólympíuleikunum, bara út af því að hún er kona?“ Fyrsta nútíma-maraþonið var hlaupið á fyrstu nútíma-Ólympíuleikum í Aþenu árið 1896. Þá reyndi kona að nafni Stamata Revíþí að taka þátt. Hún fékk ekki að ræsa með hópnum, hljóp sjálf degi síðar, var meinuð innganga á völlinn en fékk sjónarvotta til að votta tímann sinn. Síðan er lítið vitað hvað af henni varð. Allavega veit Wikipedia það ekki. Fyrst kvenna til að hlaupa Boston-maraþonið var Bobbi Gibbs sem gerði það árið 1967. Það var nú bara í gær. Maður trúir því varla að fyrir fimmtíu árum hafi þótt í lagi að banna konum að hlaupa löng hlaup. En sumt fólk trúði því heldur ekki þá og lét eins og það væri jafnfáránlegt og það raunverulega var. Þegar fólk segir hluti eins og „ég trúi því ekki að árið 2016 sé enn verið að mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna“ þá felur það í sér ákveðna hugmynd um að samfélagið sé stöðugt á leið í einhverja átt og að ekkert geti snúið þeirri þróun við. En þrátt fyrir að samfélag okkar sé betra nú en fyrir 100 árum þá þarf ekki að endilega að vera að sú þróun haldi áfram. Því miður vitum við að hugmyndir þeirra sem vilja mismuna fólki vegna kyns, kynhneigðar, trúar eða uppruna geta aftur orðið ofan á. Alveg óháð ártalinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar