Bara á Íslandi Logi Bergmann Eiðsson skrifar 20. ágúst 2016 10:00 Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt merkilegasta samtal sem ég hef átt var við vinnufélaga minn. Hann gekk upp að mér, algjörlega upp úr þurru, og spurði: Heldur þú að það sé alltaf fínt heima hjá öðru fólki? Já. Heldur þú að það sé alltaf nóg pláss í skápunum hjá því? Já! Heldur þú að þar sé alltaf allt í röð og reglu? Já! Svo gekk hann bara í burtu. Það tók mig smástund að átta mig á þessu en svo fannst mér eins og ég hefði náð einhverri visku. Leyndarmáli sem aðeins örfáir hefðu heyrt um. Hvað ef það er ekki alltaf fínt hjá öðru fólki? Hvað ef það er ekki bara alltaf drasl heima hjá mér? Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti? Hefur einhver einhvern tímann auglýst íbúð með myndum þar sem manni finnst ekki eins og rétt í þessu hafi einhver klárað að laga til?* Hefur Sindri Sindrason einhvern tímann troðið sér inn í hús þar sem hver hlutur er ekki á nákvæmlega sínum stað? Nei. Meira að segja í útlöndum er þetta svona. Af hverju haldið þið að ef þið viljið láta börnin ykkar leika við dönsku vini sína þá sé tilkynnt að það gangi í viku 34? Við teljum alltaf að það sé merki um hve aðrar þjóðir séu rosalega skipulagðar í daglega lífinu. Nei. Þetta eru bara ósköp venjuleg plebbaleg viðbrögð við að einhver sjái allt draslið.Á góðan staðSko, ég er ekki að tala um að það eigi allt að vera á haus en það er algjör óþarfi að vera alltaf á taugum þó að hlutir séu ekki allir á nákvæmlega réttum stað. Raunar er það þannig að þegar ég set eitthvað á góðan stað þá er það nánast trygging fyrir því að ég finni það aldrei aftur. En við erum viðkvæm fyrir því sem fólki finnst. Um daginn var ég, sem svo oft áður, að leita að dóttur minni, sem á það til að týnast. Kallaði inn um opnar dyr hjá nágranna okkar og vissulega var hún þar. Nema. Ástkær eiginkona mín fékk svo skilaboð frá móðurinni um að vonandi hefði mér ekki ofboðið draslið. Ha? Hvaða drasl? Ég sá ekkert.Hvergi nema hérÞetta tengist nefnilega því sem er einhvers konar óöryggi í okkur. Við höldum alltaf að allt sé betra annarstaðar. Hversu oft heyrum við ekki að eitthvað geti nú hvergi gerst nema á Íslandi? Þeir sem kvarta til dæmis mest yfir túristabúðum í miðbæ Reykjavíkur virðast hreinlega ekki hafa komið í miðbæinn í flestum borgum Evrópu. Þeir sem hneykslast á skorti á almenningssalernum virðast aldrei hafa komið til Parísar, þar sem hlandlyktin liggur yfir borginni. Þeir sem kvarta yfir gatnakerfinu hafa klárlega aldrei reynt að berjast við ítalska eða gríska umferð. Ef við erum ósátt við eitthvað þá höldum við svo oft að þetta sé eitthvað séríslenskt. Stundum virðumst við vera þjökuð af blöndu af minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Það sem gerist hér er yfirleitt það besta eða versta í heimi. En kannski er þetta ekki svo einfalt. Er möguleiki að það sem við býsnumst/montum okkur yfir sé bara eðlilegur hluti af daglegu lífi fólks í venjulegu og óspennandi þjóðfélagi? Og það sem meira er: Í útlöndum er líka stundum rok og rigning, glataðir pólitíkusar, misskipting, svifryk, launamunur, karlremba, Dunkin Donuts, rasismi, of fáar löggur, skrifræði, frek börn og nánast allt sem er hér. Nema verðtrygging. En það er önnur saga?… *Það hefur reyndar einu sinni gerst að auglýst var íbúð sem var ekki alveg búið að taka til í. Það endaði sem frétt í flestum vefmiðlum. FASTEIGNAAUGLÝSING ÁRSINS: GLEYMDI AÐ TAKA TIL – MYNDIR!
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar