Hlynur: Vó þungt að spila með Shouse Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. ágúst 2016 23:48 Hlynur skrifaði undir í Mathúsi Garðabæjar í gærkvöldi. Hér er hann með Skarphéðni Eiríkssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Mynd/Karl West Karlsson Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta, segir það hafa vegið þungt að fá að leika aftur með vini sínum Justin Shouse hjá Stjörnunni. Eins og sagt var frá kvöldfréttum Stöðvar 2 er Hlynur á leið í Garðabæinn, snúinn heim úr atvinnumennsku í Svíþjóð þar sem hann hefur verið síðan 2010. Hjá Stjörnunni hittir Hlynur sinn gamla vin, en hann og Shouse léku fyrst saman hjá Snæfelli tímabilið 2006 til 2007. „Ég man vel eftir okkar tíma saman. Með réttu hefði kannski átt að reka hann eftir þrjá leiki,“ rifjar Hlynur upp og heldur áfram: „En svo fór hann batnandi og stóð sig frábærlega. Það verður ótrúlega gaman að leika með honum. Hann er frábær leikmaður og bara frábær gaur, virkilega góður liðsfélagi.“ Hlynur bætir því við að hjá Stjörnunni séu margir góðir leikmenn, en Stjarnan er með reynslumikið lið; Hlynur, Justin, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angatýsson eru allir yfir þrítugt. Hann telur að liðið eigi góða möguleika á því að vera sterkt. „Ég ætla að vona að við náum að keppa um eitthvað. Vissulega er virkilega sterkt lið vestur í bæ sem er búið að vinna þrjú ár í röð og er nú komið með Jón [Arnór Stefánsson] líka, það lið verður erfitt viðureignar. En maður veit auðvitað aldrei hvað gerist í þessu, hvað verður. Hvernig lið standa sig, hvernig kana þau fá og svo framvegis."Þú varst einnig orðaður við KR, áður en þú komst í Stjörnuna. Margir ræddu um hvort að þetta myndi eyðileggja deildina, ef þú færir þangað. Hafði það áhrif á ákvörðun þína - heildin - að KR-liði hefði jafnvel orðið of gott og tekið alla spennu úr deildinni? „Ég viðurkenni það alveg, að hluta af mér langaði að spila með Jóni Arnóri, Pavel [Ermolinski], Sigga [Sigurði Þorvaldssyni], en við Siggi spiluðum auðvitað lengi saman. Finnur Freyr [Stefánsson] er auðvitað flottur þjálfari, hefur staðið sig mjög vel með landsliðinu. Ég held að það hefði verið ótrúlega erfitt að gera vel, því væntingarnar hefðu orðið svo miklar. Allir hefðu búist við rústi í hverjum leik, en það verður aldrei svoleiðis. Pressan verður allt öðruvísi við svona aðstæður og það getur hreinlega legið þungt á mönnum að spila körfubolta við þannig aðstæður að þú verðir að vinna með að minnsta kosti tuttugu stiga mun. Ég hugsaði mig alveg vel um og veit að það hefði verið gaman að spila með þessum strákum. En ég er mjög sáttur með ákvörðunina mína. Mér líður mjög vel með þetta allt og líst ákaflega vel á Stjörnuna og Garðabæinn.“ Hlynur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem leikur nú þrjá útileiki í röð í undankeppni Eurobasket, Evrópukeppninnar í körfubolta. Leikirnir eru gegn Kýpur, Belgíu og Sviss. Liðið hefur unnið einn leik, fyrsta leikinn gegn Sviss í gærkvöldi.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Sjá meira