Ríkisstjórnin og þinglokin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er full þörf á að ræða stjórnmálastöðuna í samhenginu ríkisstjórn landsins og þinglokin. Við erum með ríkisstjórn í andarslitrunum sem er þó að reyna að rembast við að vera eitthvað annað og meira en hún er, jafnvel að reyna að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta er ríkisstjórn sem sjálf ákvað síðastliðið vor að framlengja líf sitt og breyta sér í bráðabirgðastjórn til haustsins, sem er næsti bær við starfsstjórn. Þeim fjölgar auðvitað hratt sem sjá að það voru mikil mistök fyrir alla, og ekki síst stjórnarflokkana, að kjósa ekki síðastliðið vor. Það var einfaldlega ávísun á tímasóun, óvissu og upplausn að horfast ekki í augu við veruleikann strax þá. Jafnvel stjórnarliðar spretta nú fram og segja: Það er þá alla vega réttast að kjósa strax, rjúfa þing tafarlaust og kjósa. Aðrir stjórnarliðar gera kröfur um að einstakir ráðherrar í ríkisstjórninni segi af sér. Sem betur fer eru hverfandi líkur á því að þessi ríkisstjórn lifi af kosningarnar í október næstkomandi. Hana mun vanta bæði þingstyrk og sennilega vilja til þess að reyna að halda samstarfinu áfram. Það er vel. Við þær aðstæður þurfa forusta þingsins, forseti, formenn þingflokka og formenn flokka, einfaldlega að setjast niður og leggja algerlega sjálfstætt mat á það hvaða mál standa efnisleg rök til að afgreiða og hver á að láta bíða, áður en þingmenn halda í kosningabaráttu eða hverfa af þingi eins og metfjöldi virðist ætla að gera. Ríkisstjórn í andarslitrunum á ekki að segja Alþingi fyrir verkum frekar en ríkisstjórnir yfirleitt og endranær eiga að kúska þingið til hlýðni. Það er þingræði á Íslandi, hér situr þingbundin ríkisstjórn. Það er augljóst að einhver mál sem eiga að hafa réttaráhrif og koma til framkvæmda strax á haustmánuðum þarf að skoða, en það er fráleitt að eyða tíma Alþingis í önnur umdeild mál sem eiga hvort eð er ekki að taka gildi fyrr en t.d. á miðju næsta ári. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert umboð til þess lengur að skipa fyrir um að umdeild framtíðarlöggjöf um lánasjóðinn eða mismununarkerfi fjármálaráðherra gagnvart ungu fólki á húsnæðismarkaði verði gerð að lögum. Löskuð ríkisstjórn hægriflokkanna verður að lifa með því að sandurinn er búinn í stundaglasi hennar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun