Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Krakkarnir á Rauðhóli léku sér úti í blíðunni í gær. Á leikskólanum eru 212 börn og þarf að skera þar niður um sjö milljónir á næsta ári. Leikskólastjórinn er ráðþrota. Vísir/Eyþór Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45