Kosið um peninga og völd Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun