Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2016 18:44 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira