Saksóknari harðorður: „Enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 09:52 Björn Þorvaldssons hjá héraðssaksókanra flytur málið fyrir hönd embættisins. Hér er hann að gera allt klárt í Hæstarétti í morgun. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fer fram á að allir ákærðu verði sakfelldir í málinu og að þeir sem sakfelldir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur hljóti þyngri refsingu í Hæstarétti. Þá krefst hann þess að Hæstiréttur taki til efnismeðferðar þá ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni sem vísað var frá í héraði þegar dómur var kveðinn upp þar síðastliðið sumar.Þetta kom fram í máli Björns í morgun þegar málflutningur í einhverju umfangsmesta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar hófst í Hæstarétti. Alls eru níu manns ákærðir í málinu, þar á meðal æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, sem var forstjóri Kaupþings á Íslandi. Þremenningarnir hlutu alla óskilorðsbundna dóma í héraði en þeir voru ákærðir fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Að mati ákæruvaldsins miðuðu viðskiptin að því að halda hlutabréfaverði í Kaupþingi stöðugu. Af því hafi ákærðu haft augljósan hag, meðal annars vegna kaupréttar og bónusa stjórnenda bankans.Ósammála Hreiðari um kröfu um aðgang Björn byrjaði á að reifa hvers vegna taka ætti mál Magnúsar til efnismeðferðar. Byggir héraðsdómur á því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki kært brot Magnúsar til lögreglu. Sagði Björn það einkennilega stöðu ef lögregla gæti ekki rannsakað og svo ákært fyrir brot nema senda þau fyrst til FME, og sagði ekki sömu lög og reglur um það eftirlit eins og til að mynda Samkeppniseftirlitið. Saksóknari hafnaði jafnframt þeim röksemdum sem Hreiðar Már setur fram í greinargerð sinni en hann fer fram á ómerkingu málsins og frávísun, meðal annars vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins og þá hafi verið hlustað á símtöl hans við verjanda sinn hjá rannsakendum málsins. „Hann telur sig eiga rétt á aðgangi að tækjabúnaði lögreglu en því er ákæruvaldið ósammála. Þá það að símtöl við verjanda hafi verið hlustuð þá er það röng fullyrðing. Það var þvert á móti brýnt fyrir rannsakendum að hætta strax hlustun þegar ljóst var að sakborningar ræddu við verjendur sína. Þau voru því ekki hlustuð en vissulega voru þau tekin upp,” sagði Björn. Þá sagði hann það rétt hjá Hreiðari Má að fjórum símtölum hans við verjanda sinn hafi ekki verið eytt eins og skylt er. Þetta hafi hins vegar legið fyrir þegar Al Thani-málið var tekið fyrir í Hæstarétti og vísaði Björn í þann dóm þegar hann sagði að frávísunarkrafa á þessum grundvelli hefði ekki verið tekin til greina í því máli.Vill að refsiramminn verði fullnýttur Um málsatvik sagði Björn meðal annars að meint markaðsmisnotkun ákærðu hafi falið í sér „langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun á verðbréfamarkaðnum.“ Þannig hafi hlutabréf í Kaupþingi ekki lotið markaðslögmálum þar sem meint markaðsmisnotkun hafi miðað að því að halda verðinu á hlutabréfum í Kaupþingi stöðugum. Meint háttsemi ákærðu hefði orðið til þess að það varð „enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið í heild sinni þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn. Þá sagði hann jafnframt að brotin væru fordæmalaus bæði að stærð og umfangi. Í því ljósi gerði saksóknari þá kröfu að Hæstiréttur myndi nýta heimild í hegningarlögum til að fullnýta refsirammann fyrir þá Hreiðar, Sigurð, Magnús og Ingólf Helgason og benti á heimild til að þyngja refsingu eftir því sem við á en við meintum brotum þeirra liggur allt að sex ára fangelsi. Sé heimild til refsiþyngingar þó fullnýtt má dæma menn í allt að níu ára fangelsi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Björn Þorvaldsson saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fer fram á að allir ákærðu verði sakfelldir í málinu og að þeir sem sakfelldir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur hljóti þyngri refsingu í Hæstarétti. Þá krefst hann þess að Hæstiréttur taki til efnismeðferðar þá ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni sem vísað var frá í héraði þegar dómur var kveðinn upp þar síðastliðið sumar.Þetta kom fram í máli Björns í morgun þegar málflutningur í einhverju umfangsmesta efnahagsbrotamáli Íslandssögunnar hófst í Hæstarétti. Alls eru níu manns ákærðir í málinu, þar á meðal æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, og Ingólfur Helgason, sem var forstjóri Kaupþings á Íslandi. Þremenningarnir hlutu alla óskilorðsbundna dóma í héraði en þeir voru ákærðir fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi á tímabilinu nóvember 2007 til október 2008. Að mati ákæruvaldsins miðuðu viðskiptin að því að halda hlutabréfaverði í Kaupþingi stöðugu. Af því hafi ákærðu haft augljósan hag, meðal annars vegna kaupréttar og bónusa stjórnenda bankans.Ósammála Hreiðari um kröfu um aðgang Björn byrjaði á að reifa hvers vegna taka ætti mál Magnúsar til efnismeðferðar. Byggir héraðsdómur á því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki kært brot Magnúsar til lögreglu. Sagði Björn það einkennilega stöðu ef lögregla gæti ekki rannsakað og svo ákært fyrir brot nema senda þau fyrst til FME, og sagði ekki sömu lög og reglur um það eftirlit eins og til að mynda Samkeppniseftirlitið. Saksóknari hafnaði jafnframt þeim röksemdum sem Hreiðar Már setur fram í greinargerð sinni en hann fer fram á ómerkingu málsins og frávísun, meðal annars vegna þess að hann telur sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsins og þá hafi verið hlustað á símtöl hans við verjanda sinn hjá rannsakendum málsins. „Hann telur sig eiga rétt á aðgangi að tækjabúnaði lögreglu en því er ákæruvaldið ósammála. Þá það að símtöl við verjanda hafi verið hlustuð þá er það röng fullyrðing. Það var þvert á móti brýnt fyrir rannsakendum að hætta strax hlustun þegar ljóst var að sakborningar ræddu við verjendur sína. Þau voru því ekki hlustuð en vissulega voru þau tekin upp,” sagði Björn. Þá sagði hann það rétt hjá Hreiðari Má að fjórum símtölum hans við verjanda sinn hafi ekki verið eytt eins og skylt er. Þetta hafi hins vegar legið fyrir þegar Al Thani-málið var tekið fyrir í Hæstarétti og vísaði Björn í þann dóm þegar hann sagði að frávísunarkrafa á þessum grundvelli hefði ekki verið tekin til greina í því máli.Vill að refsiramminn verði fullnýttur Um málsatvik sagði Björn meðal annars að meint markaðsmisnotkun ákærðu hafi falið í sér „langvarandi, stórfellda og ólögmæta íhlutun á verðbréfamarkaðnum.“ Þannig hafi hlutabréf í Kaupþingi ekki lotið markaðslögmálum þar sem meint markaðsmisnotkun hafi miðað að því að halda verðinu á hlutabréfum í Kaupþingi stöðugum. Meint háttsemi ákærðu hefði orðið til þess að það varð „enn stærri skellur fyrir þjóðfélagið í heild sinni þegar spilaborgin hrundi eins og hún hlaut að gera,” sagði Björn. Þá sagði hann jafnframt að brotin væru fordæmalaus bæði að stærð og umfangi. Í því ljósi gerði saksóknari þá kröfu að Hæstiréttur myndi nýta heimild í hegningarlögum til að fullnýta refsirammann fyrir þá Hreiðar, Sigurð, Magnús og Ingólf Helgason og benti á heimild til að þyngja refsingu eftir því sem við á en við meintum brotum þeirra liggur allt að sex ára fangelsi. Sé heimild til refsiþyngingar þó fullnýtt má dæma menn í allt að níu ára fangelsi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. 9. september 2016 08:35