Ríkisstjórnin nýtur mest stuðnings karla og eldra fólks Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:45 Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Ríkisstjórnin nýtur meira fylgis meðal karla og þeirra sem eldri eru en meðal kvenna og yngri kynslóðarinnar samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina minnstur í Reykjavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn. Í könnun sem 365 miðlar gerðu í gær og fyrradag var spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur lítið breyst frá könnun 365 í maí en nú segjast 36 prósent styðja ríkisstjórnina en 64 prósent segjast ekki gera það. Stuðningurinn er á pari við samanlagðan stuðning við stjórnarflokkana samkvæmt sömu könnun og birt var í Fréttablaðinu í gær.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt niður eftir aldri.VísirBjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta ófullnægjandi stuðning fyrir ríkisstjórn. „En við höfum svo sem séð þessar tölur í talsvert langan tíma. Nú þurfa kjósendur að fara að horfa í auknum mæli inn á næsta kjörtímabil. Við munum tala fyrir því að það þurfi að vera sterk kjölfesta í slíkri ríkisstjórn. Að ríkisstjórnir með færri flokkum séu sterkari sögulega en þær sem séu með fleiri flokka,“ segir Bjarni. Karlmenn eru töluvert hliðhollari ríkisstjórninni en konur, en 42 prósent karla styðja ríkisstjórnina en einungis 30 prósent kvenna.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir kynum.Vísir„Ég er ekki ánægður með það. Ég vil sjá jafnan stuðning. Mér finnst engin ástæða á grundvelli þeirra stefnumála sem við berjumst fyrir að það sé þannig. Við höfum líka mjög öflugar konur í okkar flokki sem eiga að njóta hylli og stuðnings,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarflokkarnir ákváðu í vor að boða til kosninga tæpu ári áður en kjörtímabilið er á enda eftir áfallið sem stjórnin varð fyrir vegna upplýsinga í Panamaskjölunum sem leiddu til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra. Er það ósk þín að stjórnarflokkarnir geti haldið áfram samstarfi sínu að loknum kosningum? „Ég get vel séð fyrir mér framhald á þeirri stjórnarstefnu sem fylgt hefur verið. En við ætlum að leggja þessi mál í dóm kjósenda ekki satt og það getur ýmislegt gerst í kosningum,“ segir Bjarni. Allt frá árinu 2007 hafi ýmis stjórnarmynstur litið dagsins ljós.Stuðningur við ríkisstjórnina skipt eftir landshlutum.VísirEn ríkisstjórnin nýtur misjafns fylgis eftir kjördæmum. Fylgið er minnst í Reykjavík, þar sem það er 27 prósent en mest í Norðvesturkjördæmi þar sem það er 49 prósent. Í Kraganum, Norðaustur- og Suðurkjördæmi segjast síðan 41 prósent styðja ríkisstjórnina. Þá er marktækur munur á aldurshópum því 33 prósent kjósenda undir 49 ára aldri styðja stjórnina en 40 prósent þeirra sem eru fimmtugir eða eldi. Útlit er fyrir að tíu stjórnmálahreyfingar verði í framboði og ef þær ná allar fulltrúum á þing segir Bjarni að það geti flækt stjórnarmyndunarviðræður. „Já, ég hef áhyggjur af því að það geti komið út úr því veikari ríkisstjórn. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það þurfi kjölfestu í stjórnmálin og við viljum verða sú kjölfesta á næsta kjörtímabili,“ segir Bjarni
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels