Öryggið á oddinn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. september 2016 07:00 Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Margir lýsa áhyggjum sínum af öryggi ferðamanna. Margir þeirra erlendu eru allsendis óvanir landsháttum, veðri og ýmsum fyrirbærum sem við heimamenn ýmist þekkjum og kunnum á, eða vörumst. Í ferðum vegast mjög oft á frelsi til athafna og ýmislegt sem varðar öryggi ferðamannsins. Mjög margir erlendir gestir eru ánægðir með að komast víða og í nálægð við merkileg fyrirbæri eða náttúruferla; fossa, hveri, fugla á hreiðri, úfið hraun, háhyrninga að elta síld o.s.frv. Sama má segja um mörg okkar sem hér búum. Sagnir um þetta frelsi valda því að margur maðurinn virðir ekki bönn eða virðir stíga, heldur fer þangað sem hugurinn girnist. Fólk á blautum klettum við ólmt Skjálfandafljótið, alveg ofan í vatnsborðinu, er ekki óalgeng sjón svo dæmi sé tekið. Fólk að tipla snarbrattar fannir á strigaskóm, með stórgrýti fyrir neðan, er annað dæmi.Of mikil slysahætta Um leið og við erum frelsi fegin verðum við að viðurkenna að sum alvarleg slys sem verða á hverju ári stafa að hluta af greinanlegum orsökum. Stundum er um að ræða skort á eftirliti, stundum á merkingum eða skýrum leiðbeiningum en líka af óhlýðni og kæruleysi – eða þekkingarleysi ferðamannsins. Við, nokkrir fjallafélagar, höfum nýlega horft upp á fólk í smábílum, komast með naumindum upp á Jökulháls við Snæfellsjökul. Þaðan leggur það svo af stað, án nokkurra öryggistækja (mannbrodda, línu, belta og ísöxi), út á sprungusvæði jökulsins sem verða æ greinilegri og um leið hættulegri vegna þunnra snjóbrúa þegar líður á sumar. Þær litlu viðvaranir sem menn fá eða sjá eru oft hundsaðar, eða óséðar. Sólheimajökull er annar staður þar sem slysahættan eykst með hverju sumri. Nú liggur þangað malbikaður vegur. Töluvert margir ferðamenn skipta ekki við kunnáttufólk sem þarna býður til öruggra gönguferða, heldur steðja á sleipa ísglæruna með rangan skóbúnað og engin öryggistæki, iðulega með börn. Hver getur snúið fólkinu við?Ræða þarf breytt fyrirkomulag Hér verða ekki lagðar til sérlausnir á þessum stöðum heldur minnt á meginatriði sem er löngu tímabært að sinna. Hvorki þarf langar skýrslur né flóknar úttektir til þess að skilgreina fáeina tugi fjölsóttra ferðamannastaða með augljósum hættum. Úrbætur geta sérfræðingar Landsbjargar og fleiri lagt til, sumar væru til bráðabirgða, og fé lagt til framkvæmda án tafar ásamt skýrari umgengnisreglum en nú eru til. Því til viðbótar verður að endurskoða landvarðakerfið, fjölga landvörðum þar sem það á við og koma á millistigi milli landvarða og lögreglu. Með því er átt við sérmenntaða ríkisstarfsmenn (úr héraði) sem hafa vald til að stýra ferðafólki, líka með boðum og bönnum, jafnvel takmörkuðum sektarheimildum, í ætt við erlenda „rangers“. Samvinna við lögregluna er auðvitað einn hornsteinn svona kerfis en það merkir þá um leið að leysa þarf undirmönnun og tækjaskort lögreglunnar svo um munar. Tvær til þrjár milljónir erlendra ferðamanna, í viðbót við okkur sjálf, kalla á breytta nálgun í öryggismálum ferðageirans, til viðbótar við úrbætur hjá fyrirtækjum í greininni sem þegar eru hafnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun