Byggjum eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 8. september 2016 09:31 Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Áherslur þeirra sem fara með völdin í landinu hafa í alltof langan tíma verið á ranga hluti og fólkið í landinu er orðið þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda í málum sem snerta hagsmuni almennings, það er, okkar sem byggjum þetta samfélag. Niðurstaðan er landflótti ungs fólks, húsnæðismarkaður sem er í molum, ónýtt heilbrigðiskerfi og aðför að menntakerfinu. Niðurstaðan er sú að árið 2016 finnst varla sá hópur sem ekki er enn að berjast fyrir bættum kjörum, virðingu og réttlæti. Þessu þarf að breyta strax! Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, byggja þarf upp eitt samfélag fyrir alla þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi. Samfélag þar sem réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Þar á endurreisn heilbrigðiskerfisins að vera forgangsatriði. Aðgengi að slíkri þjónustu á aldrei að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinga og því á hún að vera gjaldfrjáls. Útrýma þarf löngum biðlistum sjúklinga og bæta þarf aðgengi. Bæta þarf kjör eftirlaunafólks og öryrkja án tafar og gera þarf betur við barnafjölskyldur. Fjárfesta þarf í menntakerfinu og gera það aðgengilegt öllum, óháð aldri, búsetu eða fjárhag. Greiða þarf úr gríðarlega alvarlegu ástandi á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Nú er tækifæri til þess að byggja raunverulega eitt samfélag fyrir alla - þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af. Það er mikilvægt að flokkur jafnaðarmanna svari ofangreindum kröfum og mæti sterkur til leiks í komandi kosningum svo hann komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og réttlátara samfélag. Það gerum við með því að mæta til leiks með framboðslista sem endurspeglar fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, því Alþingi þarf fyrst og fremst að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu til þess að vera í betri tengslum við það. Það er kominn tími til þess að við endurheimtum samfélagið okkar. Ég vil leggja mitt af mörkum í því mikilvæga verkefni sem framundan er og sækist því eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sema Erla Serdar Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Áherslur þeirra sem fara með völdin í landinu hafa í alltof langan tíma verið á ranga hluti og fólkið í landinu er orðið þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda í málum sem snerta hagsmuni almennings, það er, okkar sem byggjum þetta samfélag. Niðurstaðan er landflótti ungs fólks, húsnæðismarkaður sem er í molum, ónýtt heilbrigðiskerfi og aðför að menntakerfinu. Niðurstaðan er sú að árið 2016 finnst varla sá hópur sem ekki er enn að berjast fyrir bættum kjörum, virðingu og réttlæti. Þessu þarf að breyta strax! Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, byggja þarf upp eitt samfélag fyrir alla þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi. Samfélag þar sem réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Þar á endurreisn heilbrigðiskerfisins að vera forgangsatriði. Aðgengi að slíkri þjónustu á aldrei að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinga og því á hún að vera gjaldfrjáls. Útrýma þarf löngum biðlistum sjúklinga og bæta þarf aðgengi. Bæta þarf kjör eftirlaunafólks og öryrkja án tafar og gera þarf betur við barnafjölskyldur. Fjárfesta þarf í menntakerfinu og gera það aðgengilegt öllum, óháð aldri, búsetu eða fjárhag. Greiða þarf úr gríðarlega alvarlegu ástandi á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Nú er tækifæri til þess að byggja raunverulega eitt samfélag fyrir alla - þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af. Það er mikilvægt að flokkur jafnaðarmanna svari ofangreindum kröfum og mæti sterkur til leiks í komandi kosningum svo hann komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og réttlátara samfélag. Það gerum við með því að mæta til leiks með framboðslista sem endurspeglar fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, því Alþingi þarf fyrst og fremst að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu til þess að vera í betri tengslum við það. Það er kominn tími til þess að við endurheimtum samfélagið okkar. Ég vil leggja mitt af mörkum í því mikilvæga verkefni sem framundan er og sækist því eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun