Byggjum eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 8. september 2016 09:31 Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Áherslur þeirra sem fara með völdin í landinu hafa í alltof langan tíma verið á ranga hluti og fólkið í landinu er orðið þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda í málum sem snerta hagsmuni almennings, það er, okkar sem byggjum þetta samfélag. Niðurstaðan er landflótti ungs fólks, húsnæðismarkaður sem er í molum, ónýtt heilbrigðiskerfi og aðför að menntakerfinu. Niðurstaðan er sú að árið 2016 finnst varla sá hópur sem ekki er enn að berjast fyrir bættum kjörum, virðingu og réttlæti. Þessu þarf að breyta strax! Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, byggja þarf upp eitt samfélag fyrir alla þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi. Samfélag þar sem réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Þar á endurreisn heilbrigðiskerfisins að vera forgangsatriði. Aðgengi að slíkri þjónustu á aldrei að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinga og því á hún að vera gjaldfrjáls. Útrýma þarf löngum biðlistum sjúklinga og bæta þarf aðgengi. Bæta þarf kjör eftirlaunafólks og öryrkja án tafar og gera þarf betur við barnafjölskyldur. Fjárfesta þarf í menntakerfinu og gera það aðgengilegt öllum, óháð aldri, búsetu eða fjárhag. Greiða þarf úr gríðarlega alvarlegu ástandi á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Nú er tækifæri til þess að byggja raunverulega eitt samfélag fyrir alla - þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af. Það er mikilvægt að flokkur jafnaðarmanna svari ofangreindum kröfum og mæti sterkur til leiks í komandi kosningum svo hann komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og réttlátara samfélag. Það gerum við með því að mæta til leiks með framboðslista sem endurspeglar fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, því Alþingi þarf fyrst og fremst að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu til þess að vera í betri tengslum við það. Það er kominn tími til þess að við endurheimtum samfélagið okkar. Ég vil leggja mitt af mörkum í því mikilvæga verkefni sem framundan er og sækist því eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sema Erla Serdar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Áherslur þeirra sem fara með völdin í landinu hafa í alltof langan tíma verið á ranga hluti og fólkið í landinu er orðið þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda í málum sem snerta hagsmuni almennings, það er, okkar sem byggjum þetta samfélag. Niðurstaðan er landflótti ungs fólks, húsnæðismarkaður sem er í molum, ónýtt heilbrigðiskerfi og aðför að menntakerfinu. Niðurstaðan er sú að árið 2016 finnst varla sá hópur sem ekki er enn að berjast fyrir bættum kjörum, virðingu og réttlæti. Þessu þarf að breyta strax! Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, byggja þarf upp eitt samfélag fyrir alla þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi. Samfélag þar sem réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Þar á endurreisn heilbrigðiskerfisins að vera forgangsatriði. Aðgengi að slíkri þjónustu á aldrei að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinga og því á hún að vera gjaldfrjáls. Útrýma þarf löngum biðlistum sjúklinga og bæta þarf aðgengi. Bæta þarf kjör eftirlaunafólks og öryrkja án tafar og gera þarf betur við barnafjölskyldur. Fjárfesta þarf í menntakerfinu og gera það aðgengilegt öllum, óháð aldri, búsetu eða fjárhag. Greiða þarf úr gríðarlega alvarlegu ástandi á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Nú er tækifæri til þess að byggja raunverulega eitt samfélag fyrir alla - þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af. Það er mikilvægt að flokkur jafnaðarmanna svari ofangreindum kröfum og mæti sterkur til leiks í komandi kosningum svo hann komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og réttlátara samfélag. Það gerum við með því að mæta til leiks með framboðslista sem endurspeglar fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, því Alþingi þarf fyrst og fremst að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu til þess að vera í betri tengslum við það. Það er kominn tími til þess að við endurheimtum samfélagið okkar. Ég vil leggja mitt af mörkum í því mikilvæga verkefni sem framundan er og sækist því eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar