Áfram, hærra með múmínálfum Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2016 20:00 Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40 Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu.
Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40
Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun