Nýir tímar? Ólafur Arnarson skrifar 7. september 2016 08:00 Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Skoðun Ólafur Arnarson Skoðun Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun ríkir mikil og almenn ánægja með störf nýs forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessonar. Raunar hefur aldrei mælst viðlíka ánægja með störf forseta frá því mælingar hófust en þær ná að sönnu einungis aftur til ársins 2011. Það er einna helst meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna, að einhver óánægja mælist, en engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hæstánægður með forsetann. Vinsældir forsetans eru verðskuldaðar. Hann hefur komið til dyranna eins og hann er klæddur, laus við tilgerð og tildur. Löngu var tímabært að forseti treysti sér einn og óstuddur út á flugvöll án þess að fá fylgd frá einum þriggja handhafa forsetavalds. Fólk kann að meta forseta sem er ekki með neinn nonsens. Þá var hressandi að sjá á Twitter afsökunarbeiðni frá Guðna Th. vegna þess að hann hafði í ógáti ávarpað íslenskan landsliðsmann í körfuknattleik á ensku. Hann leit ekki út fyrir að vera úr Skagafirðinum sá en reyndist borinn og barnfæddur Íslendingur. My bad, sagði forsetinn, kemur ekki fyrir aftur, og broskarl fylgdi. Það var gaman að Guðni Th. skyldi taka þátt í Gleðigöngunni og ávarpa samkomuna. Auðvitað erum við öll hinsegin og enginn er eins og fólk er flest því öll erum við einstök. Við erum samt ekkert betri en aðrir, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Ég er viss um að áður en langt um líður munum við öll furða okkur á því að það hafi ekki verið fyrr en árið 2016 að forseti Íslands tók þátt í Gleðigöngunni. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að gleðjast saman yfir því hvað við erum ólík og sýna samstöðu með þeim sem teljast minnihlutahópar.Fagna kynslóðaskiptum Það eru vissulega nýir tímar á Bessastöðum. Þar með er ekki sagt að fram til þessa hafi Bessastaðir og forsetaembættið verið læst í einhverjum miðaldabúningi. Sérhver forseti er barn síns tíma og endurspeglar gildi og viðhorf sinnar kynslóðar. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forsetinn sem fæddur er eftir seinna stríð. Hann er aldarfjórðungi yngri en sá sem gegndi embættinu á undan honum og hafði setið lengur í embætti en nokkur annar. Það væri í meira lagi undarlegt ef ekki sæjust skýr merki kynslóðaskipta á Bessastöðum nú. Það er gleðilegt að landsmenn skuli fagna þessum kynslóðaskiptum. Kannski endurspeglar það hlutfallslega aldurssamsetningu kjósenda stjórnmálaflokkanna að óánægja með hinn unga forseta skuli vera meiri í ríkisstjórnarflokkunum tveimur en í öðrum flokkum.Flokkar í klemmu Þeir flokkar sem setið hafa í ríkisstjórnum frá hruni eru í klemmu. Þrátt fyrir alls kyns mannabreytingar hafa ekki orðið raunveruleg kynslóðaskipti í stjórnmálunum, hvorki í flokkunum sjálfum né inni á Alþingi. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast helst höfða til eldri borgara og því verður það að teljast pólitískt hugrekki, eða jafnvel fífldirfska, hjá forystumönnum þeirra að standa ekki við gefin loforð um að lagfæra skerðingar til eldri borgara og bæta kjör þeirra. Stundum virðist manni skorta alla jarðtengingu hjá forystumönnum stjórnmálanna, alla vega þegar þeir sitja í ríkisstjórn. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar áttuðu sig á því að þeir hefðu átt að gera meira fyrir fólkið og heimilin en aðeins eftir að flokkar þeirra höfðu beðið mesta ósigur í kosningum, sem dæmi eru um á Íslandi og jafnvel víðar. Ráðherrar sitjandi ríkisstjórnar virðast lítið hafa lært af ógöngum forvera sinna. Menntamálaráðherra, sem hrekst nú út úr pólitík, leggur ofurkapp á að umbylta og markaðsvæða námslánakerfi þjóðarinnar og gera langskólanám að forréttindum hinna efna- og tekjumeiri. Kannski félagar hans, sem óska eftir endurkjöri, borgi þann pólitíska reikning sem óhæfuverkið skilur eftir sig. Þjóðin treystir forsetanum nýja en ekki stjórnmálamönnum og skyldi engan undra. Allt er við það sama á Alþingi á meðan raunveruleg kynslóðaskipti hafa orðið á Bessastöðum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir stjórnmálaleiðtoga í kosningaham.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun