Ríkisstjórn góða fólksins Helgi Hjörvar skrifar 1. september 2016 07:00 Merkileg tímamót hafa orðið í stjórnmálum í sumar. Stór þingmeirihluti hægri manna hefur sjálfur gefist upp, stytt eigið kjörtímabil og boðað til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofnað því kjósendur hans og þungavigtarfólk unir ekki afturhaldssemi og einangrunarhyggju sem þar hefur orðið ofan á og kallar á Viðreisn. Forystukonur þriggja flokka, Samfylkingar, Pírata og VG, hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. VG hefur tekið vel í uppboðsleið í kvótamálum, sem verið hefur stefna Samfylkingarinnar og nú einnig Pírata.Tækifæri Í þessu felast gríðarleg tækifæri til málefnalegra framfara í landinu. Fyrst og fremst felast þau í kosningunum sjálfum og þeim skýru valkostum sem þar verða. Annars vegar framhald núverandi stjórnarstefnu með ríkisstjórnarflokkunum, hins vegar öfl sem eiga sameiginleg fjölmörg hugsjónamál um gjörbreyttar áherslur. Þó flokkar í framboði geti orðið margir og stjórn fjölflokka skrifar málefnaskráin sig nánast sjálf.Stóru málin Efling Landspítala og annarrar opinberrar heilbrigðisþjónustu, ásamt takmörkunum á kostnaði sjúklinga, verður stærsta málið. Stóraukið framboð af góðu húsnæði á sanngjörnum kjörum fyrir ungt fólk kemur þar næst og knýjandi þörf er á ný fyrir félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Þriðja stóra velferðarverkefnið verður einföldun almannatrygginga og trygging fyrir því að öryrkjar og aldraðir njóti sömu kjarabóta og aðrir á sama tíma. Þetta eru fjárfrek verkefni og þess vegna sérstakt fagnaðarefni ef samstaða er að takast milli stjórnarandstöðuflokka um að ríkið fái eðlilegar tekjur af auðlindum landsins með uppboðum, því auknar tekjur þar geta staðið undir miklu. Auk þess er augljós tekjuöflun af ferðamönnum og allra ríkasta fólkinu í landinu svo misskipting hætti að aukast.Góðu málin Fleiri mál eru hins vegar mikilvæg en þau fjárfreku. Stjórnarskráin, friðlýsing miðhálendisins, bætt samkeppnisstaða skapandi greina, græna hagkerfisins og annarra vaxtarsprota atvinnulífs, þjóðaratkvæðagreiðslur, fullgilding mannréttindasáttmála, afnám málþófs á Alþingi, o.s.frv. o.s.frv. Hér verður listin sú að takmarka sig því það er grundvallaratriði ef við náum saman meirihluta að hann ætli sér ekki um of. Til þess að fullkomna trúverðugan valkost við núverandi stjórn væri brýnt að segja fólki sem fyrst hvaða verkefni önnur en stóru velferðarmálin verða í forgangi. Að önnur mál séu ekki í forgangi þýðir ekki að þeim verði ekki hreyft. Fjölmörg mál eru einfaldlega þannig að ekkert veitir af heilu kjörtímabili til að undirbúa þau. Enda löngu tímabært að við hugsum til lengri tíma en eins kjörtímabils í senn.Skýrir valkostir Þó ég vilji sameina flokka þarf það ekkert að vera verra að hafa þriggja eða fjögurra flokka stjórn en tveggja. Undanfarin kjörtímabil hefur sýnt sig að stórir þingflokkar eru margklofnir, húsbóndavald lítið og ráðherrar valdaminni en var. Tal um einingu tveggja flokka stjórna er í besta falli lélegur brandari eftir tvö síðustu kjörtímabil. Hitt væri eftirsóknarvert ef Píratar, Samfylking, VG og jafnvel fleiri framboð gætu haft sameiginlegar áherslur fyrir kosningar um verkefnaskrá næsta kjörtímabils. Því kjósendur eiga skilið skýrari valkosti.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Merkileg tímamót hafa orðið í stjórnmálum í sumar. Stór þingmeirihluti hægri manna hefur sjálfur gefist upp, stytt eigið kjörtímabil og boðað til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofnað því kjósendur hans og þungavigtarfólk unir ekki afturhaldssemi og einangrunarhyggju sem þar hefur orðið ofan á og kallar á Viðreisn. Forystukonur þriggja flokka, Samfylkingar, Pírata og VG, hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. VG hefur tekið vel í uppboðsleið í kvótamálum, sem verið hefur stefna Samfylkingarinnar og nú einnig Pírata.Tækifæri Í þessu felast gríðarleg tækifæri til málefnalegra framfara í landinu. Fyrst og fremst felast þau í kosningunum sjálfum og þeim skýru valkostum sem þar verða. Annars vegar framhald núverandi stjórnarstefnu með ríkisstjórnarflokkunum, hins vegar öfl sem eiga sameiginleg fjölmörg hugsjónamál um gjörbreyttar áherslur. Þó flokkar í framboði geti orðið margir og stjórn fjölflokka skrifar málefnaskráin sig nánast sjálf.Stóru málin Efling Landspítala og annarrar opinberrar heilbrigðisþjónustu, ásamt takmörkunum á kostnaði sjúklinga, verður stærsta málið. Stóraukið framboð af góðu húsnæði á sanngjörnum kjörum fyrir ungt fólk kemur þar næst og knýjandi þörf er á ný fyrir félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Þriðja stóra velferðarverkefnið verður einföldun almannatrygginga og trygging fyrir því að öryrkjar og aldraðir njóti sömu kjarabóta og aðrir á sama tíma. Þetta eru fjárfrek verkefni og þess vegna sérstakt fagnaðarefni ef samstaða er að takast milli stjórnarandstöðuflokka um að ríkið fái eðlilegar tekjur af auðlindum landsins með uppboðum, því auknar tekjur þar geta staðið undir miklu. Auk þess er augljós tekjuöflun af ferðamönnum og allra ríkasta fólkinu í landinu svo misskipting hætti að aukast.Góðu málin Fleiri mál eru hins vegar mikilvæg en þau fjárfreku. Stjórnarskráin, friðlýsing miðhálendisins, bætt samkeppnisstaða skapandi greina, græna hagkerfisins og annarra vaxtarsprota atvinnulífs, þjóðaratkvæðagreiðslur, fullgilding mannréttindasáttmála, afnám málþófs á Alþingi, o.s.frv. o.s.frv. Hér verður listin sú að takmarka sig því það er grundvallaratriði ef við náum saman meirihluta að hann ætli sér ekki um of. Til þess að fullkomna trúverðugan valkost við núverandi stjórn væri brýnt að segja fólki sem fyrst hvaða verkefni önnur en stóru velferðarmálin verða í forgangi. Að önnur mál séu ekki í forgangi þýðir ekki að þeim verði ekki hreyft. Fjölmörg mál eru einfaldlega þannig að ekkert veitir af heilu kjörtímabili til að undirbúa þau. Enda löngu tímabært að við hugsum til lengri tíma en eins kjörtímabils í senn.Skýrir valkostir Þó ég vilji sameina flokka þarf það ekkert að vera verra að hafa þriggja eða fjögurra flokka stjórn en tveggja. Undanfarin kjörtímabil hefur sýnt sig að stórir þingflokkar eru margklofnir, húsbóndavald lítið og ráðherrar valdaminni en var. Tal um einingu tveggja flokka stjórna er í besta falli lélegur brandari eftir tvö síðustu kjörtímabil. Hitt væri eftirsóknarvert ef Píratar, Samfylking, VG og jafnvel fleiri framboð gætu haft sameiginlegar áherslur fyrir kosningar um verkefnaskrá næsta kjörtímabils. Því kjósendur eiga skilið skýrari valkosti.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar