Margrét Lára: Núllið er eins og barnið okkar og við gerum allt til að vernda það Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 19:15 Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45
Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki