Að byggja til framtíðar Aron Leví Beck skrifar 19. september 2016 09:36 Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun