Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi sem fram fer 1.-2. október. „Ég á ekki endilega von á því,“ sagði Sigmundur Davíð en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Flestir þeirra sem hafa verið í forystu flokksins hafa lýst því yfir, ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja, að þeir muni ekki bjóða sig fram gegn mér.“ Eitt framboð hefur þegar komið fram frá Sveinbirni Eyjólfssyni, forstöðumanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Sigmundur Davíð hlaut afgerandi forystu í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sagði hann í gær í viðtali við Vísi að sigurinn gæfi honum aukinn kraft fyrir flokksþingið og Alþingiskosningarnar sem framundan eru. Sigmundur Davíð var einnig spurður um fréttir af því að Sigurður Ingi Jóhannson, forsætisráðherra og formaður flokksins, myndi ekki gegna embætti í forystu flokksins yrði hún óbreytt. Sagðist Sigmundur ekki vilja segja mikið um það annað en að hann og Sigurður Ingi hafi átt gott samstarf frá því að Sigmundur kom fyrst inn í stjórnmálin. „Þar er verið að túlka ummæli hans á lokuðum fundi í flokknum. Ég treysti mér ekki til þess að lesa í þessa túlkun sem ég er ekki alveg viss um að sé rétt. Við Sigurður Ingi höfum starfað saman frá því að ég byrjaði í stjórnmálum og það hefur gengið vel. Við hljótum því að finna út úr öllu þessu saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi sem fram fer 1.-2. október. „Ég á ekki endilega von á því,“ sagði Sigmundur Davíð en hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Flestir þeirra sem hafa verið í forystu flokksins hafa lýst því yfir, ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja, að þeir muni ekki bjóða sig fram gegn mér.“ Eitt framboð hefur þegar komið fram frá Sveinbirni Eyjólfssyni, forstöðumanni Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Sigmundur Davíð hlaut afgerandi forystu í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sagði hann í gær í viðtali við Vísi að sigurinn gæfi honum aukinn kraft fyrir flokksþingið og Alþingiskosningarnar sem framundan eru. Sigmundur Davíð var einnig spurður um fréttir af því að Sigurður Ingi Jóhannson, forsætisráðherra og formaður flokksins, myndi ekki gegna embætti í forystu flokksins yrði hún óbreytt. Sagðist Sigmundur ekki vilja segja mikið um það annað en að hann og Sigurður Ingi hafi átt gott samstarf frá því að Sigmundur kom fyrst inn í stjórnmálin. „Þar er verið að túlka ummæli hans á lokuðum fundi í flokknum. Ég treysti mér ekki til þess að lesa í þessa túlkun sem ég er ekki alveg viss um að sé rétt. Við Sigurður Ingi höfum starfað saman frá því að ég byrjaði í stjórnmálum og það hefur gengið vel. Við hljótum því að finna út úr öllu þessu saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00 Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi "Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig" 17. september 2016 19:00
Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. 17. september 2016 14:39
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent