Körfubolti

Evrópumeistaramótið leikið í fjórum löndum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Í nóvember kemur í ljós hvert áhorfendur fylgja íslenska liðinu
Í nóvember kemur í ljós hvert áhorfendur fylgja íslenska liðinu mynd/bára dröfn kristinsdóttir
Ísland vann sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í körfubolta á næsta ári með frækilegum sigri á Belgíu í gær eins og frægt er.

Evrópumeistaramótið eða EuroBasket 2017 verður haldið í 40. sinn næsta sumar og verður keppt í fjórum löndum dagana 31. ágúst til 17. september.

Íslenska liðið gæti leikið í Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu eða Tyrklandi. Leikið verður í einni borg í hverju landi, Helsinki, Tel Aviv, Cluj-Napoca og í tveimur höllum í Istanbul.

Dregið verður í riðla í Tyrklandi 22. nóvember og þá kemur í ljós í hvaða landi Ísland leikur í riðlakeppni mótsins. Komist ísland upp úr riðlinum gæti liðið leikið í öðru landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×