Píratar þrefaldir í stjórnarmyndunarviðræðum Ásgeir Erlendsson skrifar 17. september 2016 21:45 Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Píratar hafa valið þrjá einstaklinga til að fara með stjórnarmyndunarumboð flokksins í tengslum við næstu kosningar. Ekki liggur fyrir hver yrði forsætisráðherraefni flokksins og tæki þar með við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands fengi flokkurinn umboð til að mynda stjórn. Píratar héldu félagsfund í gær þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy fái stöðu umboðsmanns flokksins. Umboðið veitir þeim heimild til að fara í óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar fyrir kosningar, auk formlegri viðræðna að kosningum loknum. Tillagan gengur nú til almennrar atkvæðagreiðslu innan flokksins, að því búnu þarf framkvæmdaráð að samþykkja hana og loks þingflokkurinn. „Við erum vísvitandi að reyna að halda fyrirkomulaginu mjög flötu, við viljum í rauninni reyna að uppræta hefðbundinn valdastrúktur og við mögulega getum,“ segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Að kosningum loknum hefur hefðin verið sú að forseti feli formanni þess stjórnmálaflokks stjórnarmyndunarumboð sem er best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn.Hvert ykkar þriggja myndi taka við þessu umboði forseta? „Það er eiginlega bara öll þrjú helst, en það er eitthvað sem við þyrftum bara að ræða við forseta ef að til þess kæmi,“ svarar Smári. Með þessu séu Píratar að búa sig undir að taka sæti í næstu ríkisstjórn. „Það væru mikil mistök fyrir okkur að sjá ekki fram á þann möguleika eins og staðan er í dag,“ segir Smári. Hann telur að það verði ekki erfiðleikum bundið að fela þremur flokksmönnum stjórnarmyndunarumboð. „Einræði er rosalega skilvirkt fyrirkomulag en við lítum svo á að lýðræðið sé betra fyrirkomulag.“Hver er líklegastur á þessum tímapunkti að geta orðið forsætisráðherraefni Pírata? „Ég hef bara ekki hugmynd um það,“ svarar Smári.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10 Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21 Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Fylgi Pírata og Vinstri grænna minnkað um þrjú prósent Píratar mælast nú með 23,1 prósent og Vinstri Græn með 13,5 prósent. 15. september 2016 18:10
Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Segir að í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. 16. september 2016 15:21
Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Allir nema Viðreisn eru í standandi vandræðum nú þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga. 15. september 2016 14:30