Körfubolti

Martin: Þekki ekkert annað en að fara á EM

Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar
Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig.
Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig. mynd/bára dröfn kristinsdóttir
Martin Hermannsson var magnaður þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í dag.

Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig og gaf auk þess fimm skotsendingar.

„Ég þarf nokkrar mínútur til að átta mig á þessu,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik.

„Við sýndum þvílíkan karakter og hjarta í dag og þetta small allt saman.“

Martin sagði Ísland hafa spilað frábærlega í seinni hálfleiknum.

„Fyrri hálfleikurinn á móti Sviss og seinni hálfleikurinn í dag eru tveir bestu hálfleikir sem ég hef séð landsliðið spila,“ sagði Martin sem sagði enga hræðslu eða óöryggi hafa komið upp í íslenska liðinu þegar Belgar komust 14 stigum yfir í fyrri hálfleik.

„Nei, við hittum oft illa til að byrja með. En við héldum bara áfram og okkur langaði mikið á EM.

„Þetta er í annað skiptið sem við komust þangað. Ég þekki ekkert annað en að fara á EM með landsliðinu,“ sagði Martin kátur að lokum.


Tengdar fréttir

Kristófer: Shout-out á Guðna

Kristófer Acox kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið í undankeppni EM 2017. Hann fékk ekki leyfi til að fara á EM í fyrra en ætlar að sjálfsögðu að vera með á næsta ári.

Jón Arnór: Sérstakt að gera þetta tvisvar í röð

Jón Arnór Stefánsson skoraði síðustu fjögur stig Íslands í sigrinum á Belgíu í Laugardalshöllinni í dag. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á EM, annað skiptið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×