Af búvörulögum og dýraníði Hallgerður Hauksdóttir skrifar 16. september 2016 16:29 Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun