Jafnt vægi atkvæða til Alþingiskosninga Lúðvíg Lárusson skrifar 15. september 2016 10:51 Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar