Jafnt vægi atkvæða til Alþingiskosninga Lúðvíg Lárusson skrifar 15. september 2016 10:51 Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun