Menntun í heimabyggð Bjarni Jónsson skrifar 12. september 2016 07:30 Skólarnir eru lífæð byggðanna og þar slá hjörtu íbúanna. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman í fjarlæga landshluta til að geta sótt þá menntun sem þau eiga rétt á. Stöðugt þarf að verja fjárveitingar til eldri framhaldsskólanna hvar sem er á landinu. Mér verður m.a. hugsað til Menntaskólans á Ísafirði og Fjölbrautaskólanna á Akranesi og Sauðárkróki. Mennt er máttur. Það þurfti að berjast fyrir stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, Menntaskólans í Borgarnesi, Menntaskólans á Tröllaskaga og framhaldsdeildanna í Vesturbyggð á Patreksfirði og nú síðast á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi svo dæmi séu nefnd. Með samstöðu og einbeittum vilja heimamanna og velvilja stjórnvalda tókst að koma á þessu mikla hagsmunamáli íbúanna. Sem sveitarstjórnarmaður, á vettvangi landshlutasamtakanna og sem formaður skólanefndar FNV var ánægjulegt að geta stutt þessa baráttu heimafólks fyrir auknu framboði menntunar á svæðunum. Framhaldsdeildirnar á Hólmavík, Hvammstanga og á Blönduósi hafa FNV á Sauðárkróki sem móðurskóla sinn en framhaldsdeildin á Patreksfirði sækir til Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.Nærsamfélagið skiptir máli Unglingsárin eru tími mikilla umbrota hjá hverjum einstaklingi og ákvarðanir teknar sem skipta miklu máli fyrir framtíðina bæði í leik og starfi. Fyrir fjölskylduna eru það hrein mannréttindi að geta verið í sem mestum samvistum við unglingana sína á þessum tíma og veitt þeim allan stuðning og hvatningu sem nærsamfélagið getur lagt þeim til. Þessar staðreyndir eru í raun áréttaðar í sjálfræðislögunum, en með þeim hafa heimili og fjölskylda axlað ábyrgð á börnum sínum að átján ára aldri og því er eðlilegt að skipulag menntunar í landinu taki mið af því. Auk þess er sá kostnaður óheyrilegur sem leggst á fjölskyldur við að senda börn langan veg til að njóta sjálfsagðrar menntunar og ekki á allra færi að standa undir honum.Sóknarfærin eru í menntun Fjölbreytt námsframboð í heimabyggð styrkir sjálfsímyndina, eykur samkeppnishæfni og hefur margfeldisáhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á margþættan stuðning og möguleika í þessu starfi. Með stofnun framhaldsdeildanna á smærri stöðum hafa opnast nýir möguleikar fyrir fólk sem ekki átti tök á í uppvextinum að sækja sér framhaldsmenntun. Það var því mikil skammsýni og afturför þegar núverandi stjórnvöld ákváðu að takmarka framlög og stuðning ríkisins til framhaldsskólanna við nemendur undir 25 ára aldri. Sóknarfæri landsbyggðarinnar ásamt jafnrétti íbúanna eru einmitt fólgin í því að geta fléttað þetta tvennt saman, framhaldsmenntun ungs fólks og eldri íbúa, sem vegna fjarlægðar og kostnaðar gátu ekki sótt sér þessa grunnmenntun á sínum tíma.Framhaldsskólarnir hafi möguleika til sóknar Framhaldsskólarnir, móðurskólar framhaldsmenntunar í landinu, sem og hinar nýju framhaldsdeildir út um land, þurfa að búa við öryggi og möguleika til sóknar. Óvissan um fjármagn og óttinn við niðurskurð og lokanir deilda ásamt auknum kröfum um lágmarksfjölda í einstökum áföngum frá ári til árs gerir starfsumhverfið óöruggt. Mikilvægt er að framhaldsskólarnir fái aukinn skilning og fjárstuðning til að þróa námið og endurnýja og bæta tæknibúnað sinn. Verður mér þar sérstaklega hugsað til verknámsins þar sem ég þekki best til við Fjölbrautaskólana á Akranesi og Sauðárkróki, sem þurfa verulega aukinn stuðning, en þar er unnið afar gott starf. Þörfin fyrir bætta stöðu þessarar menntunar sýnir sig best í hinni gríðarlegu eftirspurn eftir iðnmenntuðum starfsmönnum á flestum sviðum atvinnulífsins. Íbúarnir og starfsfólkið vill að sjálfsögðu hafa skólann sinn og nám barna sinna í öruggum höndum á heimaslóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skólarnir eru lífæð byggðanna og þar slá hjörtu íbúanna. Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar – öll menntun í heimabyggð skiptir miklu máli fyrir lífsgæði og val á búsetu fólks. Framhaldsnám í heimabyggð hefur verið sérstakt baráttumál landsbyggðarinnar á undanförnum árum. Sjálfræðisaldurinn er jú 18 ár og foreldrar vilja ógjarnan senda börn sín ung að heiman í fjarlæga landshluta til að geta sótt þá menntun sem þau eiga rétt á. Stöðugt þarf að verja fjárveitingar til eldri framhaldsskólanna hvar sem er á landinu. Mér verður m.a. hugsað til Menntaskólans á Ísafirði og Fjölbrautaskólanna á Akranesi og Sauðárkróki. Mennt er máttur. Það þurfti að berjast fyrir stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, Menntaskólans í Borgarnesi, Menntaskólans á Tröllaskaga og framhaldsdeildanna í Vesturbyggð á Patreksfirði og nú síðast á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi svo dæmi séu nefnd. Með samstöðu og einbeittum vilja heimamanna og velvilja stjórnvalda tókst að koma á þessu mikla hagsmunamáli íbúanna. Sem sveitarstjórnarmaður, á vettvangi landshlutasamtakanna og sem formaður skólanefndar FNV var ánægjulegt að geta stutt þessa baráttu heimafólks fyrir auknu framboði menntunar á svæðunum. Framhaldsdeildirnar á Hólmavík, Hvammstanga og á Blönduósi hafa FNV á Sauðárkróki sem móðurskóla sinn en framhaldsdeildin á Patreksfirði sækir til Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.Nærsamfélagið skiptir máli Unglingsárin eru tími mikilla umbrota hjá hverjum einstaklingi og ákvarðanir teknar sem skipta miklu máli fyrir framtíðina bæði í leik og starfi. Fyrir fjölskylduna eru það hrein mannréttindi að geta verið í sem mestum samvistum við unglingana sína á þessum tíma og veitt þeim allan stuðning og hvatningu sem nærsamfélagið getur lagt þeim til. Þessar staðreyndir eru í raun áréttaðar í sjálfræðislögunum, en með þeim hafa heimili og fjölskylda axlað ábyrgð á börnum sínum að átján ára aldri og því er eðlilegt að skipulag menntunar í landinu taki mið af því. Auk þess er sá kostnaður óheyrilegur sem leggst á fjölskyldur við að senda börn langan veg til að njóta sjálfsagðrar menntunar og ekki á allra færi að standa undir honum.Sóknarfærin eru í menntun Fjölbreytt námsframboð í heimabyggð styrkir sjálfsímyndina, eykur samkeppnishæfni og hefur margfeldisáhrif í nærsamfélaginu. Framfarir í fjarskiptatækni bjóða upp á margþættan stuðning og möguleika í þessu starfi. Með stofnun framhaldsdeildanna á smærri stöðum hafa opnast nýir möguleikar fyrir fólk sem ekki átti tök á í uppvextinum að sækja sér framhaldsmenntun. Það var því mikil skammsýni og afturför þegar núverandi stjórnvöld ákváðu að takmarka framlög og stuðning ríkisins til framhaldsskólanna við nemendur undir 25 ára aldri. Sóknarfæri landsbyggðarinnar ásamt jafnrétti íbúanna eru einmitt fólgin í því að geta fléttað þetta tvennt saman, framhaldsmenntun ungs fólks og eldri íbúa, sem vegna fjarlægðar og kostnaðar gátu ekki sótt sér þessa grunnmenntun á sínum tíma.Framhaldsskólarnir hafi möguleika til sóknar Framhaldsskólarnir, móðurskólar framhaldsmenntunar í landinu, sem og hinar nýju framhaldsdeildir út um land, þurfa að búa við öryggi og möguleika til sóknar. Óvissan um fjármagn og óttinn við niðurskurð og lokanir deilda ásamt auknum kröfum um lágmarksfjölda í einstökum áföngum frá ári til árs gerir starfsumhverfið óöruggt. Mikilvægt er að framhaldsskólarnir fái aukinn skilning og fjárstuðning til að þróa námið og endurnýja og bæta tæknibúnað sinn. Verður mér þar sérstaklega hugsað til verknámsins þar sem ég þekki best til við Fjölbrautaskólana á Akranesi og Sauðárkróki, sem þurfa verulega aukinn stuðning, en þar er unnið afar gott starf. Þörfin fyrir bætta stöðu þessarar menntunar sýnir sig best í hinni gríðarlegu eftirspurn eftir iðnmenntuðum starfsmönnum á flestum sviðum atvinnulífsins. Íbúarnir og starfsfólkið vill að sjálfsögðu hafa skólann sinn og nám barna sinna í öruggum höndum á heimaslóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar