Körfubolti

Jón Arnór nær líklegast leiknum gegn Sviss í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu. vísir/daníel
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, verður líklegast með liðinu í leiknum gegn Sviss ytra í dag eftir að hafa missti af síðustu tveimur leikjum í undankeppninni.

Hinn 33 ára gamli Jón Arnór var með liðinu í fyrsta leik undankeppni Eurobasket í sigri gegn Sviss á heimavelli en hann missti af sigurleik gegn Kýpur og tapi gegn Belgíu ytra vegna hnémeiðsla.

Fram kemur á karfan.is í dag að Jón Arnór hafi ferðast ásamt lækni landsliðsins til Valencia til þess að komast að uppruna meiðslanna og að hann sé bjartsýnn á að leika með liðinu í dag.

Tók hann þátt í æfingu liðsins á fimmtudaginn en leikur dagsins hefst klukkan 15:30 í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×