Magnaður fundur Gráa hersins Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. september 2016 12:48 Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og Grái herinn héldu magnaðan fund í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem um 1.000 manns mættu. Ég sat þar fyrir svörum ásamt fjölda stjórnmálamanna. Ég bað það fólk um að rétta upp hönd sem væri óánægt með kerfið og nánast allir réttu upp hönd. Ég skil vel þessa óánægju, er sjálf óánægð með hversu lágar greiðslurnar eru, hversu flókið kerfið er og hversu miklar tekjutengingarnar eru enn. Greiðslur til eldri borgara og öryrkja eiga að fylgja kjarasamningum og hækka á sama tíma. Samfylkingin mun hækka greiðslur afturvirkt til 1. maí 2016 og hækka greiðslurnar með markvissum skrefum í 300.000 kr. á mánuði. Okkur finnst skerðingarnar í kerfinu of miklar og ósanngjarnar, og ætlum að byrja á því að afnema krónu á móti krónu skerðingarnar. Við verðum að einfalda almannatryggingakerfið en við munum aldrei samþykkja nýtt kerfi sem ekki skilar meiri peningum í vasa þeirra sem minnst hafa, eins og nú er lagt til. Í nýja kerfinu minnkar líka hvatinn til atvinnuþátttöku. Það finnst okkur fáránlegt og því verður að breyta. Besta heilbrigðisþjónustanVið í Samfylkingunni erum sammála þeim 87.000 sem undirrituðu áskorun til stjórnvalda um aukna fjármuni í heilbrigðisþjónustuna. Við viljum bestu heilbrigðisþjónustu í heimi því við eigum ekki að sætta okkur við lakari heilbrigðisþjónustu en á Norðurlöndunum. Þetta er vel hægt. Við þurfum að efla Landspítala með auknum fjárveitingum og nýjum byggingum. Við þurfum að efla heilsugæsluna og veita meiri þjónustu þar. Svo stefnum við að gjaldfrjálsri þjónustu í markvissum skrefum. Eldri borgarar hafa mikilvægt hlutverkFlestir eldri borgarar eru í fullu fjöri í vinnu, félagsstörfum eða á ferðalögum. Margt af þessu fólk heldur Íslandi gangandi með því að hugsa um aldraða foreldra sína, já, eldri borgarar eiga stundum foreldra á lífi, hugsa um aðra fjölskyldumeðlimi og barnabörnin. Oftast eru þessu störf ólaunuð en skipta miklu máli fyrir samfélagið. Fyrir þá sem veikjast þurfum við að bjóða betri heimaþjónustu og fleiri hjúkrunarrými. Á versta niðurskurðartíma Íslandssögunnar eftir Hrun tókst okkur að byggja nær 400 hundruð hjúkrunarrými í 11 sveitafélögum. Nú þegar vel árar munum við setja markið á þau 500 rými sem vantar, en ég minni á að ekkert hjúkrunarrými hefur verið byggt á þessu kjörtímabili. Við í Samfylkingunni óskum eftir nánu samstarfi við samtök eldri borgara því líf eldri borgara og þarfir eru að breytast eins og samfélagið allt. Eina leiðin til að gera þetta vel er að gera þetta saman. Sjáumst á kjörstað.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar