Aldo segist vera hættur í MMA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 10:00 Aldo í bardaganum við Conor í desember í fyrra. vísir/getty Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum. MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Brasilíumaðurinn Jose Aldo er svo fúll yfir því að fá ekki að berjast við Conor McGregor í New York í nóvember að hann segist vera hættur í MMA. Hann hefur farið fram á það við UFC að það rifti samningi við sig en hann er sagður eiga eftir sex bardaga á þeim samningi. Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum síðasta desember. Aldo vann síðan Frankie Edgar og fékk bráðabirgðabelti í fjaðurvigtinni. Hann hélt að í kjölfarið myndi hann berjast við Conor um alvöru beltið og það á UFC 205 í New York. Conor fær aftur á móti að berjast við léttvigtarmeistarann Eddie Alvarez sem gefur honum möguleika á því að vera með tvö belti á sama tíma. Það hefur enginn gert áður í UFC. „Ég get ekki treyst Dana White eftir þetta. Það er ekkert að marka sem hann segir. Sá sem stýrir UFC í dag er Conor McGregor en ekki Dana White. Ég er ekki til í að vera starfsmaður Conors og því hef ég farið fram á riftun á samningi mínum við UFC,“ sagði hundfúll Aldo.Aldo og Conor. Írinn hafði ekki áhuga á öðrum bardaga og Aldo fór í fýlu.vísir/getty„Það er búið að ljúga að mér og hafa mig að fífli. Ég hef enga löngun til þess að keppa fyrir UFC lengur. Ég trúi ekki að Conor þurfi að sleppa öðru hvoru beltinu eftir UFC 205 því það er ekki lengur ákvörðun Dana. Það er Conor sem ræður öllu. Ég skil vel að hann komi með peninga í sambandið en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera íþrótt og breytist í sirkus.“ Dana brást við þessu með því að segjast ætla að hringja í Aldo og finna lausn á málinu. Er Aldo frétti af því ákvað hann að ganga enn lengra og segjast vera hættur. „Ég vil hætta í MMA. Ég er hvorki reiður né í uppnámi. Ég hef aldrei barist peninganna vegna. Ég hef átt góðan feril og skil eftir mig flotta arfleifð. Ef White er vel við mig og fjölskyldu mína þá sleppir hann mér. Ég vil ekki berjast lengur og vil komast af samningi. Ég er ekki hóra sem vill selja mig. Ég vil fara að einbeita mér að annarri íþrótt.“ Brasilíumaðurinn hefur bætt því við að ef UFC sleppi honum ekki sé hann til í að berjast fyrir frelsi sínu í dómsalnum.
MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira