Segir stjórnvöld gera grundvallarmistök við innleiðingu sænska módelsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. september 2016 19:00 Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Grafarvogi. Mynd/ÞÞ Markmið breytinga á rekstri heilsugæslunnar þar sem fjármagn fylgir sjúklingum er að auka rekstrarskilvirkni. Fjöldi heimilisækna á hvern íbúa er svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum en biðtími eftir heimilislækni er mun lengri hér. Á næstunni verða opnaðar tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og tekið verður upp nýtt greiðslufyrirkomulag að sænskri fyrirmynd þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Grafarvogi lýsti því viðhorfi í Fréttablaðinu að fjármögnun heilsugæslunnar væri ófullnægjandi. Verið væri að opna nýjar stöðvar í einkaeigu án þess að þeim fylgdi ný fjármögnun. Þess í stað væri tekið fé frá hinum ríkisreknu stöðvunum. Breytingar á rekstri og fjármögnun heilsugæslustöðva bitna með mismunandi hætti á þeim. Þannig aukast fjárframlög til sumra stöðva eftir breytingarnar meðan aðrar stöðvar þurfa að þola skert fjárframlög. Heilsugæslan í Grafarvogi er ein þeirra stöðva sem mun þurfa að þola skert fjárframlög eftir breytingarnar samkvæmt óopinberum tölfræðigögnum frá maí 2015 sem fréttastofan hefur séð. Ófeigur segir að gagnrýnin sé að sjálfsögðu lituð af þessari staðreynd. „Auðvitað kemur þetta mjög illa við okkur og mun hafa mikil áhrif á starfsemina hérna. Á hinn bóginn er þetta kerfi sett þannig fram, eins flott og það er að öðru leyti, að þeir hafa óskiptan pott. Það er ekki aukið í kerfið heldur er bara verið að opna nýjar stöðvar fyrir sama fjármagn. Þegar þú ert með sama fjármagn í kerfinu er mjög hæpið að ætla að opna og auka starfsemina, hverju sem þú breytir að öðru leyti,“ segir Ófeigur. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraMynd/ÞÞÞað sem vekur athygli er að dæmi eru um heilsugæslustöðvar sem eru að fullu í eigu ríkisins sem eru engu að síður mjög vel reknar. Hér má nefna heilsugæsluna á Seltjarnarnesi. Svipaður fjöldi lækna en mun lengri biðtími Heilbrigðisráðherra segir að markmið breytinganna á rekstri og fjármögnun heilsugæslunnar sé að auka rekstrarskilvirkni. Fjöldi heimilislækna á Íslandi er svipaður og á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar sýna gögn að biðtími eftir heimilislækni hér á landi er mun lengri en í Svíþjóð. McKinsey & Company gaf nýlega út skýrslu um íslenska heilbrigðiskerfið. Þar kemur fram að þessi staðreynd sé vísbending um að auka megi rekstrarskilvirkni heilsugæslunnar. Í skýrslunni segir að mikilvægt sé að auka ekki fjárframlög til íslenska heilbrigðiskerfisins án þess að samhliða verði gerðar umbætur sem tryggja að fjárfestingar nýtist vel. Þar segir: „Þetta þýðir í raun að meirihluta aukinna fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins ætti að tengja við skýra áfanga og árangur í stað hefðbundinna fjárveitinga.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að breytingarnar séu til að ná þessum markmiðum. „Hið íslenska kerfi er ekki til fyrirmyndar í þessum efnum. Við tölum öll um að við viljum bæta heilsugæsluna. Af hverju skyldum við ekki leita fyrirmynda annars staðar á Norðurlöndunum í þeim efnum, sem við erum að gera núna? Reynsla manna af heilsugæslunni þar er yfir höfuð mjög góð.“ Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson segir að þótt menn séu að reyna að innleiða sænskt módel geri menn þau grundvallarmistök að hleypa því af stokkunum án tryggrar fjármögnunar. „Ég get nefnt sem dæmi að í Gautaborg, þaðan sem þetta kerfi er tekið og staðfært hér, þar settu menn inn í kerfið töluverðan aukapeninga, aukafjármögnun upp á allt að 37 prósent til þess að búa til nýtt og öflugra kerfi.“ Tengdar fréttir Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Svæðis- og fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi segir heilsugæslustöðvar sjá fram á verulegan niðurskurð vegna nýs greiðslufyrirkomulags. Hann segir að verið sé að einkavæða kerfið með því að þynna út fjármögn 27. september 2016 07:00 Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Markmið breytinga á rekstri heilsugæslunnar þar sem fjármagn fylgir sjúklingum er að auka rekstrarskilvirkni. Fjöldi heimilisækna á hvern íbúa er svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum en biðtími eftir heimilislækni er mun lengri hér. Á næstunni verða opnaðar tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og tekið verður upp nýtt greiðslufyrirkomulag að sænskri fyrirmynd þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Grafarvogi lýsti því viðhorfi í Fréttablaðinu að fjármögnun heilsugæslunnar væri ófullnægjandi. Verið væri að opna nýjar stöðvar í einkaeigu án þess að þeim fylgdi ný fjármögnun. Þess í stað væri tekið fé frá hinum ríkisreknu stöðvunum. Breytingar á rekstri og fjármögnun heilsugæslustöðva bitna með mismunandi hætti á þeim. Þannig aukast fjárframlög til sumra stöðva eftir breytingarnar meðan aðrar stöðvar þurfa að þola skert fjárframlög. Heilsugæslan í Grafarvogi er ein þeirra stöðva sem mun þurfa að þola skert fjárframlög eftir breytingarnar samkvæmt óopinberum tölfræðigögnum frá maí 2015 sem fréttastofan hefur séð. Ófeigur segir að gagnrýnin sé að sjálfsögðu lituð af þessari staðreynd. „Auðvitað kemur þetta mjög illa við okkur og mun hafa mikil áhrif á starfsemina hérna. Á hinn bóginn er þetta kerfi sett þannig fram, eins flott og það er að öðru leyti, að þeir hafa óskiptan pott. Það er ekki aukið í kerfið heldur er bara verið að opna nýjar stöðvar fyrir sama fjármagn. Þegar þú ert með sama fjármagn í kerfinu er mjög hæpið að ætla að opna og auka starfsemina, hverju sem þú breytir að öðru leyti,“ segir Ófeigur. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraMynd/ÞÞÞað sem vekur athygli er að dæmi eru um heilsugæslustöðvar sem eru að fullu í eigu ríkisins sem eru engu að síður mjög vel reknar. Hér má nefna heilsugæsluna á Seltjarnarnesi. Svipaður fjöldi lækna en mun lengri biðtími Heilbrigðisráðherra segir að markmið breytinganna á rekstri og fjármögnun heilsugæslunnar sé að auka rekstrarskilvirkni. Fjöldi heimilislækna á Íslandi er svipaður og á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar sýna gögn að biðtími eftir heimilislækni hér á landi er mun lengri en í Svíþjóð. McKinsey & Company gaf nýlega út skýrslu um íslenska heilbrigðiskerfið. Þar kemur fram að þessi staðreynd sé vísbending um að auka megi rekstrarskilvirkni heilsugæslunnar. Í skýrslunni segir að mikilvægt sé að auka ekki fjárframlög til íslenska heilbrigðiskerfisins án þess að samhliða verði gerðar umbætur sem tryggja að fjárfestingar nýtist vel. Þar segir: „Þetta þýðir í raun að meirihluta aukinna fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins ætti að tengja við skýra áfanga og árangur í stað hefðbundinna fjárveitinga.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að breytingarnar séu til að ná þessum markmiðum. „Hið íslenska kerfi er ekki til fyrirmyndar í þessum efnum. Við tölum öll um að við viljum bæta heilsugæsluna. Af hverju skyldum við ekki leita fyrirmynda annars staðar á Norðurlöndunum í þeim efnum, sem við erum að gera núna? Reynsla manna af heilsugæslunni þar er yfir höfuð mjög góð.“ Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson segir að þótt menn séu að reyna að innleiða sænskt módel geri menn þau grundvallarmistök að hleypa því af stokkunum án tryggrar fjármögnunar. „Ég get nefnt sem dæmi að í Gautaborg, þaðan sem þetta kerfi er tekið og staðfært hér, þar settu menn inn í kerfið töluverðan aukapeninga, aukafjármögnun upp á allt að 37 prósent til þess að búa til nýtt og öflugra kerfi.“
Tengdar fréttir Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Svæðis- og fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi segir heilsugæslustöðvar sjá fram á verulegan niðurskurð vegna nýs greiðslufyrirkomulags. Hann segir að verið sé að einkavæða kerfið með því að þynna út fjármögn 27. september 2016 07:00 Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Óttast fjársvelti heilsugæslustöðva Svæðis- og fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi segir heilsugæslustöðvar sjá fram á verulegan niðurskurð vegna nýs greiðslufyrirkomulags. Hann segir að verið sé að einkavæða kerfið með því að þynna út fjármögn 27. september 2016 07:00