Ferðamennirnir í stað þorsksins í frystihúsið Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2016 20:45 Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45