Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. september 2016 16:46 Sigmundur Davíð fyrir utan Alþingishúsið, nú fyrir um tíu mínútum. "Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar.“ visir/ernir Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26