Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2016 13:26 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sést hér yfirgefa fundinn upp úr klukkan 14:30. Hann veitti fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Vísir/Eyþór Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27