Sparkassen-samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar