Okkar sameiginlegi sjóður Fjölnir Sæmundsson skrifar 23. september 2016 07:00 Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun