Ground control to Major Tom Kristín Sigurgeirsdóttir skrifar 21. september 2016 17:55 Ég fékk martröð í nótt. Ég var Major Tom í laginu Space Oddity hans David Bowie. Ég var í geimflaug sem var verið að fara að skjóta upp. Ég átti að fara út í geim að athuga hvort aðrar plánetur væru lífvænlegar fyrir okkur. Ef þessi jörð skyldi klikka. Þið vitið út af loftslagsbreytingunum og allt það. „Take your protein pills and put your helmet on.“ Mér leist ekki á blikuna að þurfa að fara út í óvissuna. Ísland var að enda við að skrifa undir Parísarsamkomulagið. Yrði þá ekki bara allt í lagi? Hækkun hitastigs jarðar yrði undir 1,5° C og allt í góðu? Nei, það er víst ekki nóg að skrifa bara undir fallegar viljayfirlýsingar. Það þarf að grípa til að gerða til að ná árangri. Auðlindir jarðarinnar eru ekki ótæmandi og við getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og við höfum gert. Loftgæði hafa minnkað, vatn er víða af skornum skammti og moldin eyðist hratt. Hafið heldur áfram að súrna og fyllast af plasti. Bæði stærri plastdrasli og litlum plastögnum sem ógna lífríkinu og komast inn í hringrás vistkerfisins. „Commencing countdown, engines on.“ En hvaða aðgerða? „Ten“ Ekki fara út í olíuleit og olíuvinnslu. Ok, lítið mál að hætta við það sem aldrei hefur verið byrjað á. „Nine“ Lækka skatta á allt vistvænt til að stýra hegðun neytenda í vistvæna átt. „Eight“ Efla innlenda matvælaframleiðslu með því að styrkja sjálfbæran landbúnað. „Seven“ Draga úr matarsóun. „Six“ Banna innflutning á bílum sem nota jarðefnaeldsneyti og snarfjölga bílum og skipum sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Leyfa ráðherrunum að sýna gott fordæmi þar með ráðherrabílunum sínum. „Five“ Endurheimta votlendi, og röskuð vistkerfi í gegnum vistheimt og skóggræðslu. „Four“ Styrkja umhverfisvitund og vistlæsi svo við getum öll sýnt ábyrgð í umhverfismálum og dregið úr mengun og auðlindasóun. „Three“ Halda grænt bókhald, svo við vitum hvað við erum að losa af gróðurhúsalofttegundum, og endurnýja markmiðin reglulega miðað við framþróun. „Two“ Tryggja góðar almenningssamgöngur og byggja upp innviði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „One“ Nýting á auðlindum verði alltaf tekin með umhverfis- og náttúruverndargleraugum með sjálfbærni og fræðilega þekkingu að leiðarljósi. „Liftoff“ Þetta og svo margt annað er hægt að gera. Það er ekki of seint að bregðast við. „I think my spaceship knows which way to go.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég fékk martröð í nótt. Ég var Major Tom í laginu Space Oddity hans David Bowie. Ég var í geimflaug sem var verið að fara að skjóta upp. Ég átti að fara út í geim að athuga hvort aðrar plánetur væru lífvænlegar fyrir okkur. Ef þessi jörð skyldi klikka. Þið vitið út af loftslagsbreytingunum og allt það. „Take your protein pills and put your helmet on.“ Mér leist ekki á blikuna að þurfa að fara út í óvissuna. Ísland var að enda við að skrifa undir Parísarsamkomulagið. Yrði þá ekki bara allt í lagi? Hækkun hitastigs jarðar yrði undir 1,5° C og allt í góðu? Nei, það er víst ekki nóg að skrifa bara undir fallegar viljayfirlýsingar. Það þarf að grípa til að gerða til að ná árangri. Auðlindir jarðarinnar eru ekki ótæmandi og við getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og við höfum gert. Loftgæði hafa minnkað, vatn er víða af skornum skammti og moldin eyðist hratt. Hafið heldur áfram að súrna og fyllast af plasti. Bæði stærri plastdrasli og litlum plastögnum sem ógna lífríkinu og komast inn í hringrás vistkerfisins. „Commencing countdown, engines on.“ En hvaða aðgerða? „Ten“ Ekki fara út í olíuleit og olíuvinnslu. Ok, lítið mál að hætta við það sem aldrei hefur verið byrjað á. „Nine“ Lækka skatta á allt vistvænt til að stýra hegðun neytenda í vistvæna átt. „Eight“ Efla innlenda matvælaframleiðslu með því að styrkja sjálfbæran landbúnað. „Seven“ Draga úr matarsóun. „Six“ Banna innflutning á bílum sem nota jarðefnaeldsneyti og snarfjölga bílum og skipum sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Leyfa ráðherrunum að sýna gott fordæmi þar með ráðherrabílunum sínum. „Five“ Endurheimta votlendi, og röskuð vistkerfi í gegnum vistheimt og skóggræðslu. „Four“ Styrkja umhverfisvitund og vistlæsi svo við getum öll sýnt ábyrgð í umhverfismálum og dregið úr mengun og auðlindasóun. „Three“ Halda grænt bókhald, svo við vitum hvað við erum að losa af gróðurhúsalofttegundum, og endurnýja markmiðin reglulega miðað við framþróun. „Two“ Tryggja góðar almenningssamgöngur og byggja upp innviði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „One“ Nýting á auðlindum verði alltaf tekin með umhverfis- og náttúruverndargleraugum með sjálfbærni og fræðilega þekkingu að leiðarljósi. „Liftoff“ Þetta og svo margt annað er hægt að gera. Það er ekki of seint að bregðast við. „I think my spaceship knows which way to go.“
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar