Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck skrifar 21. september 2016 08:26 Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest út úr hverjum og einum og byggjum þar af leiðandi upp gott samfélag. Mikil bylting hefur orðið á atvinnumarkaði, karlar fara í „konustörf“ og konur fara í „karlastörf“. Ein af þeim stéttum sem lítið hefur breyst í áraraðir hvað þessi mál varða er byggingariðnaðurinn. Í dag er byggingariðnaðurinn skipaður nær eingöngu körlum. Sumir myndu segja að kvenfólk ætti ekki heima í þessum greinum. Ástæðan sem sumir gefa er að þetta starf sé einfaldlega of mikil erfiðisvinna. Þessu er ég aftur á móti ósammála. Sjálfur hef ég starfað í byggingariðnaði og séð marga karla sem hafa nákvæmlega enga líkamlega yfirburði yfir margar konur. Fólk er misjafnt og finnst mér þetta vera mikil einföldun á málinu. Hins vegar gæti ég trúað því að konur hafi einfaldlega ekki áhuga á því að sinna þessum störfum. Ein möguleg ástæða þess gæti verið sú að þær geri ráð fyrir því að verða fyrir fordómum innan þessara stétta. Gamlir karlar með neftóbak í kaffiskúrum að skammast út í allt og alla hljómar ekkert svakalega vel. Hugsanlega er hægt að finna ástæðuna í samfélagsbyggingunni sjálfri. Að þrátt fyrir þessar miklu breytingar þá séum við enn föst í þessu gamla móti kynjahlutverka. Gamlar staðalímyndir verða að fjúka Í byggingariðnaði er aragrúi af ótrúlega kláru og flottu fólki sem hefur áhuga og metnað fyrir því sem það gerir. Byggingariðnaðurinn hefur gott af því að fá fleiri konur inn. Það myndi gefa þessum störfum ferskan blæ sem ég held að sé nauðsynlegur fyrir þessar greinar. Þetta eru fjölbreytt, vel launuð og skemmtileg störf, þar sem verkvit og þekking blandast saman. Ég hvet konur til þess að kynna sér þennan starfsvettvang fyrir alvöru. Á sama tíma hvet ég iðnaðarmenn að taka þeim konum fagnandi sem munu slást í för við að viðhalda og byggja upp mannvirki okkar Íslendinga. Höfundur hefur handlangað í múrverki og er lærður málari og byggingafræðingur.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun